Saga


Saga - 2021, Blaðsíða 17

Saga - 2021, Blaðsíða 17
Eftir nærmynd af þeim saman er klippt í víðara skot og þær hneigja sig djúpt með skrefi til baka. Í rammanum er augljós sviðs - mynd með glugga, gluggakistu og blómi, Rigmor og Ruth eru stað - settar vinstra megin á skjánum og fer Rigmor að hluta til út úr mynd þegar hún stígur aftur til að hneigja sig. Þetta er sérstök upp- setning þar sem dansararnir víkja nánast fyrir fallegu gluggaskrauti sem fær að vera í mynd á kostnað Rigmor. Val á bakgrunni með blómi og glugga með fögrum gluggatjöldum var augljóslega mikil- vægt fyrir framsetningu myndarinnar enda var verið að kynna dans beint úr stórborgum Evrópu í fyrsta sinn á þennan máta fyrir Íslend - ingum. Það lá því beint við að taka myndina upp með glæsilegum bakgrunni, þótt hann sjáist ekki nema að litlu leyti. Danskennslan hefst og við sjáum systurnar í víðmynd taka nokk- ur spor saman með gluggann vel sýnilegan í bakgrunni. Þá er klippt yfir í nærmyndir af fótaburði þeirra og þær sýna áhorfendum mjög nákvæmlega hvernig Flat Charleston er dansaður. Þegar klippt er aftur yfir í víðmynd af þeim dansa sést vel að Ruth er með hug ann við efnið og lætur umhverfið fyrir utan rammann ekki trufla sig. Rigmor verður aftur á móti starsýnt út fyrir rammann og hún brosir með sjálfri sér vegna einhvers þar. Slík augnablik gæða myndina lífi og verður hún ekki aðeins heimild um dans á þriðja áratug tuttug- ustu aldar á Íslandi heldur einnig fölskvalausa gleði ungra Reykja - víkurstúlkna. Meira að segja Ruth, sem reynir að halda andliti, lætur undan og brosir með systur sinni í miðjum dansinum. Víðmyndin er samanklippt úr nokkrum skotum sem gefur fulla en brotakennda mynd af dansinum en systurnar dansa á meðan fram og til baka á sviðinu, brosa og njóta sín og gera meira að segja nokkur mistök við danssporin sem gefur til kynna að filmur voru ekki ódýrt hráefni og upptökum ekki svo glaðlega hent. Svo er klippt aftur í nærmyndir af fótaburðinum þar sem við sjáum þær fyrir neðan hné sýna nákvæmar fótahreyfingar í fallegum skóm, fínum glansandi silkisokkum og glæsilegum kjólum. Eftir nærmyndirnar er aftur klippt í víðmynd og þær klára dansinn og hneigja sig. Þá kemur skot sem rammar myndina inn, enda nærmynd af systrun - um líkt og í upphafi. En skotið staðfestir einnig tóninn í myndinni þar sem þær eru skellihlæjandi og Rigmor horfir með stríðnisglotti beint í myndavélina. ódauðleg dansspor 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.