Saga - 2021, Blaðsíða 24
tengslin milli staða og þess að minnast. Þrátt fyrir að vera einarður
talsmaður varðveislu efnislegra minja taldi hann mannkyn komast
af án byggingarlistar í lífi sínu en aftur á móti fullyrti hann að án
manngerðs umhverfis væri manninum útilokað að minnast.1 Margir
hafa fjallað um þessi tengsl síðan. Maurice Halbwachs ræddi þessi
tengsl í umfjöllun sinni um sameiginlegar minningar og hvatti til
þess að sjónum yrði beint að rýminu, sagði að „eina leiðin til að end-
urvekja fortíðina [væri] með því að skilja hvernig hún sé, í reynd,
varðveitt í efnislegu umhverfi okkar“.2 Áratugum síðar innleiddi
heimspekingurinn Edward S. Casey hugtakið staðarminni (e. place
memory) til að draga fram hvernig „tengsl minnis og staðar eru bæði
náin og djúpstæð“3 og landfræðingarnir Steven Hoelscher og David
Alderman töluðu nýlega um „órjúfanlegt samband minnis og staðar“4
svo dæmi séu nefnd. Pierre Nora er líklega þekktastur sagnfræðinga
sem hefur rýnt í þetta samband með skrifum sínum um kennileiti
minninga (fr. les lieux de mémoire) en hugtakið varð fljótlega eftir að
Nora kynnti það til leiks orðið feitletrað á íðorðalista sagnfræðinga
og annars hugvísindafólks.5 Af nýlegum íslenskum rannsóknum á
þessu sviði má sérstaklega nefna skrif bókmenntafræðingsins Veru
Knútsdóttur þar sem hún ræðir hvernig rými og minni séu samofin
í borgarlandslaginu.6
Mikilvægur þáttur í nánu sambandi minninga og staða sem allir
þessir fræðimenn ræða felst í efnislegum eiginleikum staðarins.
álitamál22
1 John Ruskin, The Seven Lamps of Architecture (New york: John Wiley, 1849), 147.
2 Maurice Halbwachs, The Collective Memory, þýð. Francis J. Ditter, Jr. og Vida
yazdi Ditter (New york: Harper and Row, 1950), einkum 139–141, hér 140: „…
we can recapture the past only by understanding how it is, in effect, preserved
by our physical surroundings“.
3 Edward S. Casey, Remembering. A Phenomenological Study, 2. útg. (Bloomington
and Indianapolis: Indiana University Press, 2000), 183: „… the relationship be -
tween memory and place is at once intimate and profound“.
4 Steven Hoelscher og Derek H. Alderman, „Memory and place: Geographies of
a critical relationship,“ Cultural Geography, 5, nr. 3 (2004): 347–355, hér 348: „…
the inextricable link between memory and place“.
5 Sjá t.d.: Guðmundur Hálfdanarson, „Þingvellir: An Icelandic ‘lieu de memoire’,“
History and Memory 12, nr. 1 (2000): 5–29.
6 T.d.: Vera Knútsdóttir, „Reimleikar í Reykjavík: Menningarlegt minni og borgar -
rými,“ Ritið 16, nr. 3 (2016): 99–119. yfirlit um nýlegar rannsóknir á sambandi
staða og minninga sjá: Sarah De Nardi, Hilary Orange, Steven High og Eerika
Koskinen-Koivisto, „Introduction,“ The Routledge Handbook on Memory and Place,
ritstj. Sarah De Nardi o.fl. (London: Routledge, 2021), 1–7.