Saga - 2021, Page 35
í Austurríki. Hún varð ekki hluti af ímynd eftirstríðsáranna fyrr en
á sjöunda áratugnum en sótti þá fyrirmyndir sínar til hinnar austur -
þýsku rústakonu.12
Við sameiningu þýsku ríkjanna fékk svo rústakonan, eða öllu
heldur minnismerkin um hana, byr undir báða vængi. Menning og
gildi Vestur-Þýskalands réðu lögum og lofum í menningarpólitík
hins sameinaða Þýskalands sem þýddi að götunöfnum, minnis-
merkjum og öðru sem tilheyrði sögutúlkun Austur-Þýskalands, eins
og Lenínstræti og Honecker-breiðgötu, var kastað fyrir róða og vest-
rænni blær tekinn upp. Minnismerkin um rústakonuna, þó að þau
væru oftar en ekki byggð í sósíalískum anda, sluppu við þennan
hreinsunareld enda partur af sameiginlegri sögu eða mýtu hins end-
urbyggða Þýskalands.13
Þrátt fyrir að sagnfræðingar á borð við Treber hafi afhjúpað
mýtuna um rústakonuna lifir hún enn í þýskri og austurrískri minn-
ingapólitík. Hún hefur aftur á móti skipt um lið og gengið í lið með
stjórnmálaflokkum á borð við Frelsisflokkinn í Austurríki (Freiheit -
liche Partei Österreichs) og Valkost fyrir Þýskaland (Alternative für
Deutschland) sem oft eru flokkaðir sem hægriöfgaflokkar. Þessi öfl
hafa í síauknum mæli notað ímynd rústakonunnar til að renna
stoðum undir sögutúlkun sína sem einkennist af firringu ábyrgðar,
sem í sinni ýktustu mynd verður að afneitun á einstökum atburðum
stríðsins líkt og helförinni. Einnig daðra þessir flokkar, og þá sér-
staklega í Austurríki, við að upphefja nasismann og stíga léttan vals
á hinni fínu línu sem skilur á milli ysta hægrisins og nýnasisma.
Nýjasta rústakonan situr við Mölker Bastai í 1. hverfi Vínar -
borgar. Styttan var reist árið 2018 í umboði þáverandi varakanslara
Austurríkis úr röðum Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache.
Austurrískir sagnfræðingar mótmæltu uppátækinu og borgarstjórn
Vínar sá sig knúna til að taka fram að hún hefði ekki verið með í
ráðum og birti opinbera tilkynningu sem ítrekaði að styttan væri
söguskoðun í almannarými 33
12 Vef. Fritz Hausjell, ritstj. War of Pictures. Bildkultur in Österriech 1945–1955.
Vefsýning á vegum Háskólans í Vín, sótt 1.október 2021; Vef. „Trüemmer -
frauen: Verklärung der „Heldinnien des Wiederaufbaus“ kam aus der DDR,“
Der Standard, 4. nóvember 2017, sótt 8. ágúst 2021.
13 Sjá t.d. Vef. Stephan Scholz, „Rezension zu: Mythos Trümmerfrauen. Von der
Trümmerbeseitigung in der Kriegs- und Nachkriegszeit und der Entstehung
eines deutschen Erinnerungsortes,“ H-Soz-Kult, 27. nóvember 2014, sótt 30.
september 2021; Brian Ladd, Ghosts of Berlin. Confronting German History in the
Urban Landscape (New york: University of Chicago Press, 1998).