Saga - 2021, Page 36
einkaframtak og reist á einkalandi og því utan við hina opinberu
stjórnsýslu.14
Rústakona popúlíska hægrisins er örlítið öðruvísi en rústakona
Austur-Þýskalands. Hún stendur ekki lengur keik með verkfæri í
hönd heldur situr hún mædd og horfir á eyðileggingu stríðsins.
Klæðnaður rústakonunnar hefur líka gefið aðeins eftir en sú í Vín
hefur misst kjólinn niður að mitti og horfir því berbrjósta á eyðilegg-
inguna sem er nýlunda. Fram að þessu hafa rústakonurnar verið
fullklæddar. Þessi blæbrigðamunur undirstrikar ákveðinn afstöðu -
mun. Í fyrsta lagi er hlutverk konunnar sem virkur gerandi í endur-
reisn landsins horfið en í staðinn er fórnarlambshlutverk þýsku
þjóðarinnar undirstrikað í formi hinnar mæddu konu sem horfir
saklaus upp á eyðileggingu og hörmungar. Sú ímynd er mun skyld-
ari hugmyndinni um hið sögulausa móðurhlutverk sem stendur
handan við línulegan tíma framfara, hörmunga og endurreisnar. Þar
með er hið upprunalega hlutverk minnisvarðanna um rústakonurn-
ar, að minnast gjörða raunverulegra kvenna af holdi og blóði, horfið.
Því þó svo að rústakonan hafi síðan reynst pólitísk friðþægingar -
mýta er engum blöðum um að fletta að fyrirmynd hennar, hin ímynd -
aða rústakona, var virkur sögulegur gerandi.
Hin passífa móðurímynd fellur vel að pólitískri sýn þessara
flokka um samfélagsleg hlutverk karla og kvenna sem byggir á ein-
strengingslegum hugmyndum um meint eðli kynjanna þar sem
karlar eru hinir náttúrulegu gerendur á hinu opinbera sviði en hlut-
verk kvenna aftur á móti að sinna börnum og búi. Upphafning
nýrrar uppfærslu rústakonunnar 2.0 er líka kjörið tækifæri hægri -
popúl ista til að fella ódýrar pólitískar keilur. Það má til dæmis trana
henni fram til að sýna fram á jafnréttishugsjónir og tefla henni fram
gegn ásökunum um stríðsgleymsku.15
Að lokum
Sú söguskoðun sem miðlað er til okkar í almannarými fyrir tilstuðl -
an opinberra aðila er sjaldnast róttæk, hún hegðar sér frekar líkt og
álitamál34
14 Vef. Peter Mayr, „Historikerinnen gegen Wiener Denkmal für Trümmer -
frauen,“ Der Standard, 1. október 2018, sótt 1.október 2021; Vef. „Trümmer -
frauen. Stadt Wien auf Distanz zu Denkmal,“ Die Presse, 2. október 2018, sótt
8. ágúst 2021.
15 Vef. Olga Kronsteiner, „Die FPÖ hludigt dem Mythos Trüummerfrau,“ Der
Standard, 1. október 2018, sótt 7. ágúst 2021.