Saga - 2021, Page 45
verksins séu nokkrir staðsetur hún sig greinilega innan gagnrýninn-
ar orðræðu um þessa arfleifð. 1721 er árið sem Hans Egede kom til
Grænlands til að finna þá norrænu menn sem talið var að væru enn
í Grænlandi og endurnýja kynni þeirra við kristna trú. Þannig
táknar ártalið upphafið að hinni miklu menningarbreytingu græn-
lensks samfélags í kjölfar nýlenduvæðingar næstu alda á eftir.
Sambærilega hvíta krossa má finna í flestum grænlenskum kirkju-
görðum og nú um mundir eiga sér stað erfiðar samræður um hugs-
anlegar orsakir hinnar óvenju háu tíðni sjálfsvíga í Grænlandi.
Kross inn er þannig öflugt tákn í grænlensku samfélagi sem tengist
djúpum sameiginlegum sárindum grænlensku þjóðarinnar: hinum
mörgu sjálfsvígum, yfirráðum Dana og menningarlegum umbrotum
í kjölfar þess. Krossinn er auðvitað um leið miðlægt tákn í kristinni
menningu og í grænlenskri kristilegri orðræðu. Í þessari orðræðu
verður Julie svokölluð „kill-joy“ eða gleðispillir10 sem fer inn í
merkingarkerfi orðræðunnar og afhjúpar hina margþættu tilfinn-
ingaflóru sem leynist undir opinberum gleðigripum.
Orðræðurnar tvær sem staðsetja styttuna sem gleðigrip inni -
halda líka oft tilfinningatengsl sem styðja við jákvæða frásögn um
sambandið. Á undanförnum árum hafa nokkrir fræðimenn bent á
að í Danmörku, hvort heldur er meðal þingmanna, í opinberri um -
ræðu eða hjá Margréti Danadrottningu, sé of einfölduð sýn á já -
kvætt samband Danmerkur og Grænlands ráðandi og á sama tíma
skortur á skilningi á frekari blæbrigðum sambandsins. Drottningin
færist nú að mati grænlenska menningarfræðingsins Evi Kreutz -
mann og danska sagnfræðingsins Søren Rud á köflum óþægilega
nálægt því að tengja stöðu sína beint við nýlenduveldið í málflutn-
ingi sínum um samband landanna tveggja.11
Í Danmörku hefur aðgerðin gegn styttunni af Hans Egede í
Kaupmannahöfn líka vakið viðbrögð. Sumir sem tekið hafa til máls
í umræðunni hafa leitað til orðræðnanna tveggja sem útmála sam-
band Danmerkur og Grænlands sem jákvætt samband og skilgreinir
Hans Egede og kristna trú sem uppbyggilega og rótgróna þætti í
söguskoðun í almannarými 43
10 Ahmed, „Happy Objects,“ 39.
11 Vef. Ann-Sophie Greve Møller, „Fokus på Hans Egede kan give kongelig
Grønlandsrejse problemer,“ kristeligt-dagblad.dk, 4 maí 2021, Kristeligt Dag -
blad, sótt 14. september 2021. Sjá einnig: Vef. Søren Rud, „Kongehusets upas-
sende grønlandske koloninostalgi,“ politiken.dk, 5. júlí, 2021, Politiken, sótt 14.
september 2021.