Saga - 2021, Page 52
þess að gera upp við þetta sama gildismat: Stallarnir verða að högg-
stokkum þegar syndir fortíðar eru teknar til bæna. Þá skiptir engu
hvert listrænt gildi eða aldur bronsins kann að vera, það eina sem
skiptir máli er gildismatið sem styttan gefur efnislegt form.
Fallismi er óformlegt heiti á hreyfingum sem berjast fyrir niður -
rifi á styttum í almannarými (dregið af myllumerkinu #MustFall).4
Við höfum síðustu ár séð hverja styttuna á fætur annarri verða skot-
mark fyrir reiði fólks í uppþotum sem tengjast arfleifð nýlendustefn-
unnar og rótgróinni kynþáttahyggju á Vesturlöndum og dramatísk
átök hafa orðið í kringum áætlanir um niðurrif eða flutning á stytt-
um og minnismerkjum þar sem draumar og vonir ólíkra hópa um
framtíð samfélagsins takast á: Hvernig á að túlka fortíðina í almanna -
rýminu, hverju á að hafna og hverju að hampa og í hvaða sam hengi?
Þegar styttan af Einari Benediktssyni var flutt að Höfða skrifaði
Kristján Guðjónsson hugleiðingu í DV um þau áhrif sem nýtt um -
hverfi hefði á túlkun verksins og minningu mannsins sem styttan
heiðrar:
Frekar en eitthvert skáld sem spókar sig í almenningsgarðinum er
Einar Ben við Höfða frekar tákn um veraldlegan athafnamann og frum -
kvöðul.5
Með flutningi styttunnar fengu þannig nýir draumar nýrra aðstand-
enda efnislega mynd með nýrri túlkun á minningu Einars.
Í bókinni The Destruction of Art: Iconoclasm and Vandalism Since the
French Revolution rekur listsagnfræðingurinn Dario Gamboni ýmsar
ólíkar leiðir til að gera upp við söguna með breytingum á styttum.6
Róttækasta leiðin er að eyðileggja þær, jafnvel svívirða á táknrænan
hátt um leið, líkt og gert var við styttu af Stalín í Búdapest árið 1956
og styttu af Saddam Hussein í Bagdad árið 2003. Önnur leið er að
breyta styttunni eins og þegar kynfæri á klassískum styttum í
Vatíkaninu voru hulin með fíkjulaufum eða lendaskýlum úr gifsi til
að særa ekki blygðunarkennd áhorfenda á tímum gagnsiðbótar -
innar. Stundum geta litlar breytingar eins og að fjarlægja augljós
álitamál50
4 Sjá t.d. Paul M. Garton, „#Fallism and alter-globalisation: South African student
movements as multi-institutional responses to globalisation,“ Globalisation,
Societies and Education 17, nr. 4 (2019): 407‒418.
5 Kristján Guðjónsson, „Þjóðardýrlingurinn Einar Ben,“ DV 4. nóvember 2014, 32.
6 Dario Gamboni, The Destruction of Art: Iconoclasm and Vandalism Since the French
Revolution (London: Reaktion Books, 2013).