Saga - 2021, Síða 55
kvikmyndagerðarmaður, Rick Minnich, að staðsetningu brotanna og
gróf sig niður á höfuð Leníns. Árið 2014 var höfuðið svo grafið upp og
sett á sýningu í virkinu í Spandau þar sem það liggur nú sem eins kon-
ar „andminnismerki“9 — á hliðinni — og ógnar líklega engum framar.
Torg Leníns í Berlín var kennt við Sameinuðu þjóðirnar og fékk nýtt
minnismerki þar sem litlar vatnsuppsprettur bunast úr fimm granít-
steinum sem dreifðir eru um svæðið, einn fyrir hverja heimsálfu.
Draugar fortíðar
Ef við höldum okkur við þá fullyrðingu Barböru Kirshenblatt-Gimblett
að listirnar gefi gildismati mynd og göngum út frá því að minnis-
merkin segi meira um tímann þegar þær eru settar upp en fortíðina
sem þeim er ætlað að minnast þá sést að tilfærsla eða eyðilegging
minnismerkis er ekki síður gildishlaðin athöfn. Þegar framkvæmda-
stjóri UNESCO, Irina Bokova, heimsótti írösku borgina Erbil í nóv-
ember árið 2014 og ræddi um eyðileggingu Íslamska ríkisins á menn -
ingarminjum setti hún hana í samhengi við þjóðarmorð:
Þetta er aðferð til að eyðileggja sjálfsmynd. Þú tekur frá þeim menn -
ingu þeirra, þú tekur frá þeim sögu þeirra, menningararf þeirra, og
þess vegna fer það saman við þjóðarmorð. Samhliða ofsóknum vilja
þeir þurrka út — eyða — minni þessara ólíku samfélaga.10
Þótt ekki rynni blóð í minjunum voru þær samt sem áður lifandi á
einhvern hátt, sem minni samfélaga eða akkeri þeirra við tímann.
Þegar efnismenning okkar samtíma er skoðuð sést vel sú tilhneiging
mannsins að gefa bæði minningum og mannlegum tengslum fast
form með því að hengja þær á hluti.11 Það er líka enginn skortur á
dæmum um það sem Bokova lýsti: að ofsóknum gagnvart fólki fylgi
eyðilegging efnismenningar.
söguskoðun í almannarými 53
9 Sjá Mirjana Ristic, „Post-fallism: The afterlife of the Lenin Monument in
Berlin,“ City 24, nr. 3‒4 (2020): 656‒667.
10 „This is a way to destroy identity. you deprive them of their culture, you dep-
rive them of their history, their heritage, and that is why it goes hand in hand
with genocide. Along with the physical persecution they want to eliminate—
to delete—the memory of these different cultures“; Vef. Josh Niland, „UNESCO
Chief Decries ISIS “Cultural Cleansing” in Erbil Speech,“ Artnet news 12. nóv-
ember 2014, sótt 31. ágúst 2021.
11 Sjá Orvar Löfgren, „The Black Box of Everyday Life,“ Cultural Analysis 13
(2014), 77‒98.