Saga - 2021, Qupperneq 64
þótt tímabil rannsókna þeirra nái ekki nema að litlu leyti yfir það
sem hér er til umfjöllunar.9 Bók Jóhanns Viðars Ívarssonar, Science,
Sanctions and Cetaceans: Iceland and the Whaling Issue, hefur aftur á
móti að geyma ítarlega umfjöllun um hvalveiðideilur níunda ára-
tugarins og kemur því nokkuð við sögu í seinni hluta greinarinnar.10
Til að varpa ljósi á samskipti og viðskipti Íslands og Japans varðandi
hvalveiðar er fyrst og fremst stuðst við gögn frá utanríkisráðuneyt-
inu sem nú eru varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands. Tölfræði er að
mestu unnin upp úr verslunarskýrslum Hagstofunnar og öðrum
prentuðum heimildum.11 Einnig eru greinar úr íslenskum og jap -
önsk um dagblöðum sem og umræður á Alþingi hafðar til hliðsjónar
þótt þær séu ekki í forgrunni að þessu sinni. Viðtöl við japanskan
lykilkaupanda á íslensku hvalkjöti frá upphafi og tvo Íslendinga
með ólíkan bakgrunn hjá Hval hf. veita mikilvæga innsýn í tilfellum
þar sem fá eða engin gögn var að finna. Það hefur torveldað rann-
sóknina að ekki hefur tekist að finna fleiri og ítarlegri heimildir um
starfsemi Hvals hf., eina fyrirtækisins í stórhvalaveiðum á Íslandi
eftir seinni heimsstyrjöld.12
Í bæði fjölmiðlum og fræðiritum hefur töluvert verið fjallað um
átök milli tveggja fylkinga, hvalveiðiríkja og þeirra sem mótmæla
kristín ingvarsdóttir62
9 Sjá sér í lagi: Smári Geirsson, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 (Reykjavík: Sögu -
félag, 2015) og Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600–1939. Sagnfræði -
rannsóknir: Studia Historica 8. Ritstj. Bergsteinn Jónsson (Reykjavík: Bóka -
útgáfa Menningarsjóðs, 1987).
10 Bókin tekur fyrir tímabilið 1985–1993 og rekur átök Íslendinga við vísindaráð
Alþjóðahvalveiðiráðsins, Bandaríkjastjórn og Greenpeace vegna áætlunar
Íslendinga um vísindahvalveiðar, sjá: Jóhann Viðar Ívarsson, Science, Sanctions
and Cetaceans: Iceland and the Whaling Issue (Reykjavík: Alþjóðamálastofnun
Háskóla Íslands, 1994). Tímaramminn er því mun þrengri en í þessari rann -
sókn og áherslan á andstæðinga Íslendinga í deilunni um vísindaveiðar frekar
en samherja.
11 Verslunarskýrslur. Hagskýrslur Íslands, útgefnar árlega af Hagstofu Íslands, hér
sérstaklega stuðst við árganga 1948 –1990.
12 Sjá þó umfjöllun Jóns Þ. Þór um starfsemi Hvals hf., Saga sjávarútvegs á Íslandi,
III. bindi. Nýsköpunaröld 1939–1973 (Akureyri: Bókaútgáfan Hólar, 2005), 196–
199. Nefna má í þessu samhengi að saga ýmissa annarra lykilfyrirtækja í sjávar -
útvegi hefur verið ítarlega skráð og er mikilvægt framlag til atvinnusögu
Íslendinga á tuttugustu öld, sjá t.a.m.: Hjalti Einarsson, Ólafur Hannibalsson,
Jón Hjaltason og Gísli Jónsson, Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna í 50 ár (Reykjavík:
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, 1996–1997) og Smári Geirsson, Síldarvinnslan
hf.: Svipmyndir úr hálfrar aldar sögu 1957–2007 (Reykjavík: Hólar, 2007).