Saga - 2021, Page 65
hvalveiðum, en minni gaumur gefinn að samstarfi innan fylking-
anna tveggja. Að sama skapi er tilhneiging til að fjalla um fylking-
arnar sem samhuga hópa þótt lönd sem í seinni tíð hafa svipaða
afstöðu til hvalveiða eigi sér oft mjög ólíka sögu og reynslu þegar
kemur að hvalveiðum. Samband þessara landa er þó einkar áhuga-
vert, ekki síst í tilfelli hvalveiðiþjóða þar sem viðskipti með hvala -
afurðir er oft ein af forsendum hvalveiða og stuðningur samherja í
hvalveiðideilunni hefur sent mikilvæg og oft afdrifarík skilaboð
bæði innanlands og alþjóðlega. Tilfelli Íslands og Japans er sérstak-
lega eftirtektarvert þar sem um er að ræða lönd sem eiga allt sitt
undir friðsamlegum alþjóðasamskiptum og frjálsum alþjóðavið skipt -
um. Það er því vert að skoða nánar hvernig samstarfi ríkjanna varð -
andi hvalveiðar hefur verið háttað.
Hvalveiðar á Íslandi og í Japan í sögulegu ljósi
Íslendingar og Japanir eiga það sameiginlegt að hafa notið góðs af
auðlindum hafsins frá því að eyjurnar byggðust. Hafstraumar í
kringum eyríkin mynda kjöraðstæður fyrir fjölda hvalategunda og
elstu heimildir benda til þess að bæði hafi tíðkast að nýta hvali sem
rak á land og skutla dýr sem komu nálægt landi. Borin var virðing
fyrir þessum risaskepnum og víða í Japan var litið á hvalina sem
guði hafsins.13 Dæmi eru um að sjómenn í báðum löndunum hafi
mótmælt hvalveiðum þar sem hvalurinn var talinn smala fiskitorf-
um inn á firði og víkur.14 En á sautjándu öld breyttust aðstæður í
japanska tímabilið í hvalveiðum … 63
13 Í Japan voru hvalir taldir ein birtingarmynd gjafmilda sjávarguðsins Ebisu og
ýmsar trúarhefðir tengdust hvalveiðum, sjá: Hiroyuki Watanabe, Japan‘s
Whaling, 61–65. Sjá einnig t.d. kafla 5 hjá Jakobina K. Arch sem fjallar um ýmsar
trúarathafnir Japana sem tengdust hvölum í búddatrú, Bringing Whales Ashore:
Oceans and the Environment of Early Modern Japan (Seattle: University of Wash -
ington Press, 2018). Smári Geirsson hefur fjallað um hugmyndir Íslend inga
um hvali fyrr á öldum, m.a. svokölluð „góðhveli“ og „illhveli“, sjá bók hans
Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915, 30. Gísli Pálsson hefur einnig fjallað um
íslenskar þjóðsögur tengdar ýmsum sjávardýrum, þar með talið hvölum. Sjá
t.d. bók hans Coastal Economies, Cultural Accounts: Human Ecology and Icelandic
Discourse (Manchester & New york: Manchester University Press, 1991), 97–99.
14 Trausti Einarsson fjallar um hvernig Íslendingar sem aðhylltust hina svo-
kölluðu „hvalrekstrarkenningu“ (sem byggðist á þeirri trú að hvalir rækju síld
inn á firði) fóru fram á hvalveiðibann um og eftir 1900 til að hlúa að síldveið -
um. Sjá: Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600–1939, 119–125. Hiroyuki