Saga - 2021, Page 67
fullnýta síðan skrokkinn.16 Fimmta og síðasta veiði aðferðin var
kölluð „norska aðferðin“ og með henni hófst það tímabil sem kallað
hefur verið nútímahvalveiðar. Aðferðin fól í sér að notaður var kjöl-
festur sprengiskutull (e. grenade harpoon) og hvalurinn var skutlaður
af skipinu sjálfu og svo dreginn að skipinu. Með þessari aðferð var
hægt að elta og veiða stærri og hraðskreiðari tegundir en áður.
Norðmaðurinn Svend Foyn fékk einkaleyfi fyrir skutl inum árið 1870
en Japanir byrjuðu að tileinka sér norsku að ferðina fljótlega upp úr
aldamótunum 1900. Þeir réðu í upphafi til sín norskar skyttur og
skipstjóra en smám saman náðu Japanir sjálfir tökum á veiðunum.17
Japanir tileinkuðu sér norsku veiði tækn ina en líkt og þegar
ameríska veiðiaðferðin var tekin upp héldu þeir áfram að verka
hvalinn samkvæmt japanskri hefð.18
Norðmenn þróuðu ekki bara nýju skutultæknina. Þeir þróuðu
einnig stór verksmiðjuskip og með þessari nýju tegund af veiðiflota
hófu þeir umfangsmiklar veiðar við Suðurskautslandið eftir 1900.
Japanir sendu sitt fyrsta hvalveiðiskip til Suðurskautslandsins árið
1934 og skipaflotinn sem veiddi þar stækkaði óðum.19 Japan var líka
ört vaxandi nýlenduveldi eftir 1895 sem gerði japanska hvalveiði -
flotanum kleift að færa út kvíarnar í Asíu: Japan þurfti ekki bara að
eignast ný lönd heldur þurfti líka að freista gæfunnar á úthöfun-
um.20 Hvalkjötið varð eftirsótt til að brauðfæða þjóðina en fólks-
fjölgun var mikil í Japan á fyrri hluta tuttugustu aldar. Þegar leið að
seinni heimsstyrjöld var Japan meðal þeirra ríkja sem voru hvað
stórtækust í veiðum sínum á úthöfunum. Stríðsrekstur Japana krafð -
ist þess þó fljótt að hvalveiðiskipin yrðu nýtt til að aðstoða japanska
flotann og jókst því aftur áherslan á strandveiðar af minni skipum.
Eftir uppgjöf Japana í stríðinu blossaði upp hungursneyð í landinu
og Douglas MacArthur hershöfðingi sem var í forsvari fyrir banda-
ríska hernámsliðið veitti því Japönum sérstakt leyfi til að hefja hval-
veiðar á ný. Fræg ummæli MacArthurs, „gefið mér brauð eða gefið
japanska tímabilið í hvalveiðum … 65
16 Arne Kalland og Brian Moeran, Japanese Whaling, 73.
17 Eldrid Ingebjørg Mageli, Towards Friendship: The Relationship Between Norway
and Japan 1905–2005 (Ósló: Oslo Academic Press, 2006), sjá kafla um hval-
veiðitengsl Japans og Noregs, 105–130.
18 Arne Kalland og Brian Moeran, Japanese Whaling, 79.
19 Eldrid Ingebjørg Mageli, Towards Friendship, 117–123.
20 Sjá hugmyndir um Japan sem „úthafsveldi“ (e. pelagic empire) hjá Brett L.
Walker, A Concise History of Japan (Cambridge: Cambridge University Press, 9.
pr. 2019 [2015]), 224–227.