Saga - 2021, Síða 72
Norðmenn tóku þannig upp veiðar að nýju á fjórða áratugnum þrátt
fyrir hvalveiðibannið en veiddu við Faxaflóa utan landhelginnar.37
Íslendingar höfðu sem fyrr í frammi gagnrýni við Norðmenn yfir
slæmri nýtingu á hvalnum og sögðu veiðarnar rányrkju sem þyrfti
að refsa fyrir.38 Líkt og í Kyrrahafinu var sléttbakurinn eftirsóttur til
lýsisvinnslu og það segir sína sögu um hve hart var gengið fram að
íslandssléttbakurinn sem áður var algengur í Norður-Atlantshafi og
í kringum Ísland er nú talinn nánast útdauður.39
Með nýju frumvarpi frá 1928 var atvinnumálaráðherra heimilt
að veita sérleyfi til hvalveiða. Einungis íslenskir ríkisborgarar gátu
þó fengið slíkt leyfi og „skyldi hvalurinn nýttur að öllu leyti og úr
honum unnin markaðshæf vara.“40 Lagasetningar Alþingis varð -
andi hvalveiðar sýna þannig endurteknar tilraunir Íslendinga til að
varðveita þessa auðlind hafsins fyrir eigin sjávarútveg, sem var í
miklum vexti,41 og koma í veg fyrir óþarfasóun líkt og landsmenn
höfðu orðið vitni að í kringum erlendu hvalstöðvarnar víðs vegar
um landið. Ýmsir íslenskir athafnamenn sýndu hvalveiðum áhuga
en enginn reyndist hafa fjárhagslegt bolmagn til veiðanna fyrr en
Pétur A. Ólafsson, kaupmaður og útgerðarmaður, fékk leyfi fyrir
hluta félagið Kóp sem gerði tilraun með hvalveiðar frá Suðureyri í
Tálknafirði árin 1935–1939.42 Svo virðist sem veiðarnar hafi gengið
bærilega en rekstur Kóps hf. þó aldrei staðið undir sér.43 Ekki voru
aðrar stórhvalveiðar stundaðar af Íslendingum fyrr en hlutafélagið
Hvalur hf. hóf veiðar árið 1948.
kristín ingvarsdóttir70
II. bindi. Uppgangsskeið og barningsár 1902–1939. Vélaöld (Akureyri: Bókaútgáfan
Hólar, 2005), 215–244, og III. bindi. Nýsköpunaröld 1939–1973 (Akur eyri: Bóka -
útgáfan Hólar, 2005), 201–238.
37 Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600–1939, 138–139.
38 Sama heimild, 139.
39 Vef. Jón Már Halldórsson, „Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?,“
Vísinda vefurinn 24. september 2020, sótt 30. apríl 2021.
40 Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600–1939, 142.
41 Það olli byltingu í sjávarútvegi á Íslandi þegar landsmenn hófu að nýta sér
vélar aflið enda hafa fyrstu fjórir áratugir tuttugustu aldar verið kallaðir bæði
vélbáta- og togaraöld. Sjá umfjöllun um þetta tímabil hjá Jóni Þ. Þór, Saga
sjávar útvegs á Íslandi, II. bindi. Uppgangsskeið og barningsár 1902–1939. Vélaöld
(Akur eyri: Bókaútgáfan Hólar, 2005).
42 Pétur Bjarnason, „Suðureyri við Tálknafjörð: Saga strandbýlis,“ Ársrit Sögu -
félags Ísfirðinga 37 (1997): 103–132, hér 117–119.
43 Sama heimild, 128–129.