Saga - 2021, Page 74
anum og heimsótti Ísland að minnsta kosti tíu sinnum en við skipti
Okazakis og ræðismannsstarfið fóru vel saman. Eftir miðjan sjöunda
áratuginn hófst útflutningur á meðal annars síldarlýsi og loðnu til
Japans en viðskiptahallinn var enn til staðar og var harð lega gagn -
rýndur í fjölmiðlum.46 Þegar Árni Tryggvason sendiherra sótti Japan
heim árið 1970 til að afhenda trúnaðarbréf og vera viðstaddur opn -
un Heimssýningarinnar í Osaka var viðskiptahallinn eitt helsta
umræðuefnið á fundum með ráðamönnum, sér í lagi með utanríkis -
ráðherra Japans. Á fundinum með ráðherra voru áframhaldandi
loðnu viðskipti rædd sem og hugsanlegur innflutningur Japana á
kindakjöti, ull, hvalkjöti og hvallýsi.47
Um 1970 stefndi í að viðskiptahallinn myndi versna enn frekar.
Þegar til tals kom að Íslendingar hygðust festa kaup á um það bil tíu
skuttogurum árin 1970–1971 hafði Okazaki milligöngu um tilboð frá
Taiyo-samsteypunni, sem einnig var atkvæðamikil í skipasmíðum,
og svo fór að öll skipin voru keypt frá Japan í einum stærsta við -
skipta samningi sem gerður hafði verið á Íslandi. Togaraviðskiptin
þóttu góð fyrir alla aðila en þau juku enn á viðskiptahallann. Það
hefur því án efa verið ráðamönnum kærkominn áfangi þegar út -
flutn ingur á hvalkjöti hófst árið 1971. Tímasetningin var einnig kjörin
fyrir útflutning á hvalaafurðum því markaðshorfur voru slæmar í
Bretlandi þar sem mikilvægur markaður hafði lengi verið fyrir ís -
lensk ar hvalaafurðir. Þess vegna var brýnt að leita nýrra mark aða.48
Þegar Hvalur hf. hóf að selja hvalaafurðir til Japans árið 1971 var
fyrirtækið undir stjórn annars stofnanda þess og framkvæmdastjóra
frá 1950, útgerðarmannsins Lofts Bjarnasonar. Hvalur hf., stofnað
árið 1947, er eina fyrirtækið sem stundað hefur stórhvalaveiðar við
landið eftir stríð og umsvifin takmörkuðust við fjögur skip og eina
landstöð. Hvalur hf. gerði í upphafi mjög hagstæð kaup á aðstöðu í
Hvalfirði sem áður hafði tilheyrt varnarliði Bandaríkj anna, þar með
kristín ingvarsdóttir72
46 Sjá t.d. heilsíðugrein á viðskiptasíðu Morgunblaðsins, 17. apríl 1969, 12, undir
yfirskriftinni „Hvenær komumst við inn á japanska markaðinn?“.
47 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Utanríkisráðuneytið. 1996 B/123, mappa 4. Nr. 109.
Bréf sendiráðs Íslands í Bonn, „För til Japans til afhendingar trúnaðarbréfs
m.m.“ 11. apríl 1970.
48 Nánar má lesa um nýtt upphaf og þróun í viðskiptum Íslands og Japans eftir
seinni heimsstyrjöld í: Kristín Ingvarsdóttir, „Samskipti Íslands og Japans eftir
síðari heimsstyrjöld: Stjórnmálasamband í 60 ár,“ Skírnir 191 (haust 2017), 501–
544.