Saga - 2021, Page 75
talið olíutönkum, vélahúsi, bryggju og hermannaskálum.49 Stað -
setningin var ákjósanleg þar sem hafnarstæðið var gott og gjöful
stórhvalamið voru skammt undan. Fyrstu árin voru veiðarnar
stund aðar á svæðinu frá Vestmannaeyjum og norður fyrir Snæ -
fellsnes en á sjötta áratugnum hófust veiðar úti fyrir Vestfjörð um.50
Í tímamótaverkinu Den Moderne Hvalfangsts Historie tekur Johan N.
Tønnessen fram að Ísland hafi vakið sérstaka eftirtekt fyrir að þar
hafi tekist að viðhalda einstaklega góðum og arðbærum veið um frá
og með árinu 1948. Samkvæmt Tønnessen skiptist fram leiðslu -
verðmætið þannig á árunum 1952–1967 að 47% komu frá hvallýsi,
38,6% frá hvalkjöti og 14,4% frá hvalmjöli.51 Skipin voru í upphafi
leigð af norsku fyrirtæki og var hluti starfsmanna norskur, bæði í
landi og áhöfn skipanna, meðan verið var að þjálfa upp ís lenska starfs -
menn.52
Hlutur hvalaafurða í heildarútflutningi Íslendinga var nokkuð
stöðugur en hann hélst á bilinu 0,9–1,5% af heildarútflutningi lands-
manna á tímabilinu 1946–1985.53 Í upphafi voru viðskiptin aftur á
móti sveiflukennd að öðru leyti. Útflutningurinn var til ýmissa landa
Evrópu á víxl og framan af einnig til Bandaríkjanna (sjá mynd 3).54
Óhætt er að áætla að töluverð vinna og umsýsla hafi fylgt því að
senda stóran hluta afurðanna á nýja markaði á hverju ári. Verðið á
afurðunum sveiflaðist einnig í takt við heimsmarkaðsverð þannig
að sum ár fengust mestar tekjur fyrir hvalkjötið en önnur ár fyrir
japanska tímabilið í hvalveiðum … 73
49 Johan N. Tønnessen, Den Moderne Hvalfangsts Historie, 4. bindi, 470. Sjá einnig:
Pétur J. Thorsteinsson, Utanríkisþjónusta Íslands og utanríkismál: sögulegt yfirlit,
1. bindi (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1992), 316.
50 Jón Þ. Þór, Nýsköpunaröld, 199.
51 Johan N. Tønnessen, Den Moderne Hvalfangsts Historie, 4. bindi, 470. Í norska
textanum segir orðrétt: „Den største interesse knytter seg til fangsten fra
Island, hvor det f.o.m. 1948 har kunnet opprettholdes en bemerkelsesverdig
god og lønnsom fangst“. Kjötkraftur var einnig framleiddur um tíma en minna
fór fyrir þeirri vöru.
52 „Íslenskar hvalveiðar síðastl. sumar,“ Ægir 41, nr. 10–11 (1948): 251–255, hér 254.
53 Prósentutalan reiknast sem meðaltal af hverju fimm ára tímabili. Sjá: Versl unar -
skýrslur árið 1985. Hagskýrslur Íslands II, 84 (Reykjavík: Hagstofa Íslands,
1986), 26.
54 Verslunarskýrslur. Hagskýrslur Íslands. Umfjöllunin um útflutning á hvalaaf-
urðum byggir á árgöngum 1964–1987. Sjá einnig mynd 3 sem sýnir hvernig
mikilvægi helstu útflutningsmarkaða breyttist á þessu tímabili. Stöplaritið
byggir á tölfræði sem unnin er úr sömu skýrslum.