Saga - 2021, Page 79
vinnslu og pökkun fyrir Japansmarkað. Það voru oftast sömu starfs-
menn sem komu frá Japan ár eftir ár. Þeir töluðu litla sem enga
ensku en sýndu réttu handtökin og sáu um að flokka kjötið eftir
gerð og gæðum. Þeir unnu í landi og fóru ekki með á veiðarnar sjálf-
ar. Að sögn Tanaka höfðu Íslendingar lært vel af Norðmönnum á
sínum tíma að verka hval en það var mikill munur á því að verka
hval fyrir hundamat og iðnaðarnotkun eða til manneldis fyrir kröfu-
harða japanska neytendur. Um vinnsluna sagði Tanaka:
Það var flókið að vinna hvalinn fyrir Japansmarkað og skrokknum var
skipt í um það bil 20 flokka. Við flokkuðum rautt kjöt, afturhrygginn,
kviðinn, bringu, rengi og svo framvegis. Sumir partar af skrokknum
voru svo flokkaðir áfram í sex til sjö undirflokka. Þegar skrokkurinn er
verkaður fyrir dýrafóður er flokkunin miklu grófari og það skiptir
engu máli þótt það fari smá tægjur af skinni og þess háttar með en það
gengur alls ekki þegar skrokkurinn er til manneldis og Japanir vilja
mjög nákvæman skurð. Næstum allt kjöt af langreyði á Japansmarkaði
kom frá Íslandi. Kjötið sjálft var í miklum gæðum og Japanir kunnu að
meta áferðina, fituinnihaldið og bragðið af kjötinu.63
Tanaka segir heildsölur og aðra stærri kaupendur hafa verið mjög
meðvitaða um eðli og uppruna vörunnar sem þeir voru að kaupa en
að endanlegir neytendur, til dæmis í matvöruverslunum eða á veit-
ingastöðum, hafi ekki endilega vitað að þeir voru að borða íslenskt
hvalkjöt. Þetta hafi svo reyndar breyst síðar, til að mynda eftir að
reglur um merkingar og upplýsingar um upprunaland í matvöru-
verslunum hafi verið hertar. Áður en hvalveiðum var hætt í atvinnu -
skyni árið 1986 voru jafnan flutt út 3.000–5.000 tonn af frystu hval-
kjöti frá Íslandi á ári sem fór að mestum hluta til Japans.64
Alþjóðahvalveiðiráðið og hvalveiðibannið
Árið 1946 var gerður alþjóðasamningar um stjórnun hvalveiða
(ICRW) og árið 1948 var Alþjóðahvalveiðiráðið (IWC) stofnað til að
framfylgja samningnum.65 Íslendingar fengu aðild að ráðinu árið
japanska tímabilið í hvalveiðum … 77
63 Viðtal höfundar við Tanaka (apríl, 2021).
64 Sigfús Jónsson, Sjávarútvegur Íslendinga á tuttugustu öld (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1984), 217.
65 Gott yfirlit yfir upphaf ráðsins og starfsemi þess fyrstu áratugina er að finna
hjá Ray Gambell, „The International Whaling Commission Today,“ í Whaling