Saga - 2021, Qupperneq 84
stórtækar veiðar þegar mest var á sjötta og sjöunda áratugnum en
þrjú stærstu hvalveiðifélögin ráku samtals 140 skip, þar af 90 hval-
veiðiskip, þegar veiðarnar náðu hámarki á sjöunda áratugnum.81 Á
áttunda áratugnum dró hins vegar hratt úr neyslu hvalkjöts í Japan:
Í fyrsta lagi var almennt hætt að bjóða upp á hvalkjöt í japönskum
skólum og í öðru lagi jókst eftirspurnin eftir kjúklingi, nauta- og
svínakjöti með batnandi efnahag fólks. Þrátt fyrir að þessar kjöt -
tegundir væru um það bil þrisvar sinnum dýrari en hvalkjöt dró úr
eftir spurn eftir hvalkjöti enda var neysla þess bráðabirgðalausn sem
kom í staðinn fyrir vinsælla kjöt hjá flestum Japönum.82 Að lokum
dró einnig mjög úr veiðunum vegna hertra reglna Alþjóða hval -
veiðiráðsins og dvínandi hvalastofna. Stóru hvalveiðifélögin þrjú
sameinuðust árið 1976 í nýtt félag, Nihon Kyodo Hogei, sem dró
mjög úr umsvifunum.83 Áfram var þó til staðar öflugur þrýstihópur
sem barðist fyrir áframhaldi hvalveiða, svokallaður „hvalveiðiþrí-
hyrningur“, sem samanstendur af Hvalveiðideild Veiðimála stofn -
unar sjávarútvegsráðuneytisins (e. the Fisheries Agency), Hvala rann -
sóknarstofnun Japans (e. Institute of Cetacean Research – ICR) og Sam -
tökum japanskra sjávarútvegsfyrirtækja (e. Japan Fisheries Associ ation
– JFA).84 Hvalveiðisamband Japans er eitt af fjölmörgum aðildar-
félögum JFA.
Japanir notuðu sendiráð sín erlendis til að vekja athygli á mál -
stað sínum varðandi hvalveiðibannið og hið sama gerðu Íslend ingar,
einkum í löndum þar sem hvalverndarsinnar höfðu sig mikið í
frammi, til dæmis í Bretlandi. Í tilfelli Japans er einnig áberandi hve
kjörræðismaður Íslendinga í Japan, Raijiro Nakabe, beitti sér til að
kristín ingvarsdóttir82
m.a. fjallað um mikla og „ósýnilega“ neyslu hvalaafurða á meðan hvalspik var
notað í smjörlíki þar til um miðjan sjöunda áratuginn og hvalkjöt í hinar vin-
sælu „fiskipylsur“ sem voru framleiddar til ársins 1976. Neysla á hvalaafurð -
um varð því útbreidd um tíma en oft ómeðvituð. Eftirspurnin dróst saman og
færðist smám saman yfir í þá landshluta þar sem löng hefð var fyrir hvalaaf-
urðum í matargerð. Sjá: Jun Akamine, Kujira wo ikiru: Kujirabito no kojinshi —
Geishoku no doujidaishi (Tokyo: Rekishi bunka raiburarii, 2017), 195–222, og
sami höfundur, „Tastes for blubber,“ 105–114.
81 Vef. „Maruha Group Inc.,“ encyclopedia.com, sótt 30. apríl 2021.
82 Jun Morikawa, Whaling in Japan, 30. Verðsamanburðurinn sem hér er gefinn
miðast við árið 1963.
83 Vef. „Maruha Group Inc.“.
84 Midori Kagawa-Fox, „Japan’s Whaling Triangle — The Power Behind the
Whaling Policy“, Japanese Studies 29, nr. 3 (2009): 401–414.