Saga - 2021, Page 85
koma sjónarmiðum Japana á framfæri við íslenska ráðamenn. Nakabe
tók við sem ræðismaður árið 1977 eftir að Kunitoshi Okazaki lést
skyndilega en báðir störfuðu þeir fyrir Taiyo-samsteypuna sem átti
eins og áður segir eitt öflugasta hvalveiðifyrirtæki Japana og var
framan af eini japanski kaupandinn á íslensku hvalkjöti. Nakabe
skrifaði forseta Íslands sem og sjávarútvegs- og utanríkisráðherra
fyrir hönd Hvalveiðisambands Japans til að vekja athygli á yfirvof-
andi hvalveiðibanni og biðlaði til þeirra um að greiða atkvæði gegn
tillögum Bandaríkjamanna.85
Í þessu samhengi er áhugavert að skoða sögu fyrirtækisins Taiyo
nánar. Árið 1880 stofnaði Ikujiro Nakabe lítið fjölskyldufyrirtæki
sem varð fljótt leiðandi í hvalveiðum og gerði út eigin skip til
Suðurskautslandsins á millistríðsárunum. Eftir seinni heimsstyrjöld
tók fyrirtækið upp nafnið Taiyo Gyogyo KK og hélt áfram umfangs-
miklum hvalveiðum, meðal annars á Suðurskautslandinu. Það er til
marks um umsvif Nakabe-fjölskyldunnar í hvaliðnaði að árið 1941
stofnaði hún hvalarannsóknarstofnun (e. The Nakabe Foundation for
Whale Science), sem varð grunnurinn að Hvalarannsóknarstofnun
Japans sem áður var nefnd.86 Stofnunin hefur séð um að framfylgja
vísindaveiðum Japana hin síðari ár, er einn helsti talsmaður hval -
iðnaðarins í Japan og stendur meðal annars fyrir herferðum til að
auka sölu á hvalkjöti.87 Fulltrúi Japans í Alþjóðahvalveiðiráðinu frá
1951–1965 var einnig úr röðum Nakabe-fjölskyldunnar.88 Taiyo
færði út kvíarnar bæði innan og utan þess geira. Árið 1950 stofnaði
fyrirtækið til dæmis hafnaboltaliðið Taiyo Whales (kallað yokohama
Bay Stars síðan 1993) sem enn á ný sýnir sterka tengingu við hval-
veiðar sem kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Á alþjóðlegri heimasíðu
þess er saga fyrirtækisins rakin í máli og myndum en hvergi er þó
minnst á hvalveiðar eða Nakabe-fjölskylduna.89 Á japönsku síðunni
má finna tenginguna við hvalveiðar þegar mjög vel er að gáð.90
Fyrstu tveir kjörræðismenn Íslands í Tókýó, Okazaki Kunitoshi og
japanska tímabilið í hvalveiðum … 83
85 ÞÍ. Utanríkisráðuneytið. 1996 B/608, mappa 3, sjá bréf frá Raijiro Nakabe árið 1979.
86 Vef. „Overview and Purpose,“ icrwhale.org. The Institute of Cetacean Research
2011, sótt 30. apríl 2021.
87 Jun Morikawa, Whaling in Japan, 39.
88 Peter J. Stoett, The International Politics of Whaling, 64.
89 Vef. „Who We Are: Our History,“ maruha-nichiro.com. Maruha Nichiro, sótt
30. apríl 2021.
90 Vef. „Maruha,“ maruha-nichiro.co.jp/corporate/outline/history/maruha.html,
Maruha Nichiro, sótt 3. maí 2021.