Saga - 2021, Side 86
Nakabe Raijiro, voru báðir nátengdir Taiyo. Okazaki var giftur inn í
Nakabe-fjölskylduna og gegndi hlutverki framkvæmdastjóra hjá fyrir -
tækinu en Nakabe (sem enn gegnir hlutverki ræðismanns) er einn af
afkomendum stofnandans og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá
fyrir tækinu. Í bréfaskrifum Nakabe til íslenskra ráðamanna varðandi
hvalveiðimálið skrifaði hann að beiðni Hvalveiði sam bands Japans.
Náin tengsl Nakabe-fjölskyldunnar, Taiyo, Hvalarann sóknarstofnunar
Japans og Hvalveiðisambandsins koma þannig glöggt í ljós.
Það sést vel í samskiptum Íslendinga og Japana á áttunda ára-
tugnum hve ötullega Japanir börðust gegn banni á hvalveiðum í
atvinnuskyni, bæði með því að þétta raðir hvalveiðiþjóða og hafa
áhrif á aðrar þjóðir. Það er því áhugavert að sjá hvernig hvalveiði -
þjóðirnar Ísland og Japan brugðust við hvalveiðibanni Alþjóða hval -
veiðiráðsins þegar tillagan var loks samþykkt með afgerandi meiri-
hluta árið 1982. Tillagan sem kom upphaflega fram á ráðstefnu Sam -
einuðu þjóðanna í Stokkhólmi var að banna allar hvalveiðar í atvinnu -
skyni í 10 ár en í þeirri útgáfu sem að lokum var samþykkt á vett-
vangi Alþjóðahvalveiðiráðsins var kveðið á um tímabundið bann á
árunum 1986–1990. Á þessu tímabili átti að fara fram endurmat á
hvalastofnum áður en tekin yrði ákvörðun um framhaldið. Hart var
tekist á um málið og Alþingi komst að þeirri niðurstöðu með aðeins
eins atkvæðis mun að gera ekki fyrirvara við veiðibann Alþjóða -
hvalveiðiráðsins.91 Japanir gerðu aftur á móti fyrirvara við bannið
en drógu síðan mótmæli sín til baka árið 1985. Ákvörðunin er skilj-
anleg vegna mikils þrýstings sem Japanir urðu fyrir frá Bandaríkja -
kristín ingvarsdóttir84
91 Helstu sjónarmið varðandi hvalveiðibannið koma glöggt í ljós í umræðum á
Alþingi 1982–1983, ekki síst dagana 1.–2. febrúar 1983 í aðdraganda atkvæða -
greiðsl unnar. Stuðningsmenn áframhaldandi hvalveiða bentu á hlut hvalaaf-
urða í útflutningstekjum, fjölda starfa sem tengdust hvalveiðum, vísindalegt
eftirlit veiðanna og takmörkun veiðanna innan 200 mílna fiskveiðilögsögu
Íslands. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra, sem sjálfur var
hlynntur veiðum, lagði hins vegar áherslu á tvo áhættuþætti ef Íslendingar
myndu mótmæla hvalveiðibanninu: Annars vegar opinberar aðgerðir í
Bandaríkjunum, almenningsálit og aðgerðir þrýstihópa erlendis, hins vegar
alvarlegar afleið ingar sem slíkar aðgerðir gætu haft fyrir útflytjendur íslenskra
sjávarafurða til Bandaríkjanna. Margir þingmenn deildu þessum áhyggjum
ráðherra. Sjá: Alþingistíðindi 1982–1983 B, 352–354 og 1656–1703. Í forsíðugrein
DV um atkvæðagreiðsluna kemur fram að flestir þingflokkar hafi skipst í
afstöðu sinni og að aðeins „Alþýðubandalagið hafði yfirlýsta stefnu, það vildi
láta banni ómótmælt“, JBH, „Hvalveiðum lýkur 1986,“ DV, 3. febrúar, 1983, 1.