Saga - 2021, Page 88
Þegar reyndi á þurfti hvort ríki þó að taka mið af eigin hagsmunum
eins og glöggt kom fram í samningaviðræðum um vísindaveiðar
Íslendinga.
Vísindahvalveiðar á tímum hvalveiðibannsins
Vorið 1985 kynntu Íslendingar áætlun sína um vísindahvalveiðar
fyrir tímabilið 1986–1989. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahval -
veiði ráðsins eru vísindaveiðar þær veiðar sem framkvæmdar eru
með sérstöku leyfi aðildarríkja til að drepa, hirða og meðhöndla
hvali í þágu vísindarannsókna.95 Hafrannsóknastofnun var falið að
hafa yfirumsjón með áætluninni sem skiptist í níu rannsóknarsvið.
Hvalur hf. skyldi annast veiðar á stórhvelunum og sala á hval -
kjötinu skyldi fjármagna veiðarnar. Þar sem ekki var um veiðar í
atvinnuskyni að ræða skyldi fyrirtækið ekki njóta neins hagnaðar af
veiðunum eða vinnslu afurðanna. yrði „söluandvirði hvalaafurða
einhvern tíma meiri en rannsóknarkostnaði nemur [skyldi] mis-
munurinn renna í sérstakan sjóð í vörslu sjávarútvegsráðuneytisins
er eingöngu skal varið til síðari verkefna á sviði hvalrannsókna“.96
Samkvæmt sérstökum samningi við Hval hf. sá fyrirtækið um veiðar,
vinnslu og sölu og bæri allan kostnað ef tap yrði. Veiða átti árlega 80
hrefnur, 80 langreyðar og 40 sandreyðar en sá fjöldi var um það bil
„helmingur af leyfilegri veiði síðustu tveggja ára og rúmur þriðj -
ungur af meðalársveiði s.l. tvo til þrjá áratugi“.97 Áður en hval-
veiðibannið tók gildi höfðu um 250 manns atvinnu hjá Hval hf. á
veiðivertíðinni sem stóð frá vori fram á haust en um var að ræða
áhafnir hvalveiðibáta, starfsmenn í hvalstöðinni í Hvalfirði og starfs-
menn frystihúss sem Hvalur hf. rak í Hafnarfirði.98 Ætla má að
kristín ingvarsdóttir86
95 Áttunda grein hvalveiðisáttmálans segir til um að ríki (ekki Alþjóða hval veiði -
ráðið) geti veitt undanþágur fyrir vísindaveiðar með því skilyrði að tilkynnt sé
um veiðarnar til ráðsins. Í sinni einföldustu mynd eru vísindaveiðar kynntar sem
svo: „Special Permit Whaling (also known as Scientific Whaling) Special Permits
to kill, take and treat whales for scientific research.“ Sjá nánar: Vef. „Special Permit
Whaling“, iwc.int. Alþjóðahvalveiðiráðið, sótt 1. júní 2021.
96 ÞÍ. Utanríkisráðuneytið. 1996 B/623, mappa 1, „Hvalarannsóknir árin 1986–
1989,“ 3.
97 Sama heimild, 2.
98 Vef. Hildur Sigurðardóttir, „Vísindahvalveiðar: Aðgangur hagsmunaaðila til
áhrifa á stefnumótun og ákvarðanatöku,“ Stjórnmál og stjórnsýsla 1, nr. 1 (2005),
3.