Saga - 2021, Page 98
Saga LIX:2 (2021), bls. 96–124.
hrafnkell lárusson
Íslenska dyggðasamfélagið
undir lok nítjándu aldar
Einkenni, áhrif og hnignun
Félagsgerð íslensks samfélags á nítjándu öld einkenndist af samfélags-
lega viðurkenndum dyggðum sem öllum var ætlað að undirgangast og
halda að öðrum. Þær mótuðu umgengni fólks hvert við annað, settu
viðmið og reistu skorður við hegðun sem taldist brjóta gegn þeim. Á
síðasta fjórðungi nítjándu aldar hófst samfélagslegt breytingaskeið á
Íslandi sem fól meðal annars í sér breytingar á félagsgerð og siðferðis -
viðmiðum. Sumum orsökum þessa má lýsa sem náttúrulegum og sam-
félagslegum hamförum — harðindum, Öskjugosi og vesturferðum —
en öðrum sem stórstígari breytingum en áður þekktust, til dæmis í
atvinnuháttum, menntun, þéttbýlismyndun, lýðræðisumbót um og fleiru.
Ríkjandi siðferðisviðmið mættu sífellt fleiri áskorunum er nær dró
aldamótunum 1900 og voru þá farin að taka breytingum. Þessi grein
fjallar um þær breytingar.
Lúterskt stigveldi myndaði grunn að samfélagsheimspeki norrænna
sveitasamfélaga á nítjándu öld. Það sótti lögmæti sitt til kenninga
Marteins Lúthers sem byggðu á þremur valdastéttum (lat. status
hierarchicus triplex): Ríkinu (krúnunni/embættismönnum), kirkjunni
(prestastéttinni) og heimilinu (húsbændum).1 Stigveldið náði frá
konungi til fátækustu bænda. Húsbóndinn var yfir sínu heimili,
konungurinn yfir öllum heimilum, guð yfir öllu. Stigveldisskipting
samfélagsins var ekki aðeins álitin nauðsynleg heldur óumflýjanleg.
Andóf gegn henni mátti túlka sem brot gegn vilja guðs eða andstætt
náttúrunni.2 John Stuart Mill benti á það í Kúgun kvenna að orðatil-
Hrafnkell Lárusson, hfl2@hi.is.
1 Þessi grein byggir að nokkru á doktorsritgerð minni í sagnfræði við Háskóla
Íslands sem nefnist Lýðræði í mótun: félagastarf, fjölmiðlun og þátttaka almennings
1874–1915. Þann skyldleika sem er með þessum tveimur verkum má meðal ann-
ars sjá í því að í þessari grein eru flestar heimildir frá rannsóknartímanum sóttar
til Austurlands sem var meginrannsóknarsvæði doktorsrannsóknarinnar.
Doktorsritgerðin er aðgengileg á vefnum Opin vísindi, opinvisindi.is.
2 Pétur Pétursson, Church and Social Change: A Study of the Secularization Process in