Saga - 2021, Page 99
tækið „gagnstætt náttúrunni“ þýddi í almennu tali ekkert annað en
„gagnstætt venjunni“ en það sem samræmdist venjum væri álitið
náttúrulegt.3
Lúterska stigveldið stóð á traustum trúar- og samfélagslegum
grunni um aldir og það hafði mótandi áhrif á hugsunarhátt og um -
gengni fólks við hvert annað. Það fól í sér aðgreiningu húsbóndans
frá öðru heimilisfólki sem bar að lúta hans vilja, þar með talin eigin -
kona hans. Sú skoðun var útbreidd að þeir fjárhagslega best stæðu,
sem stóðu í hæsta þrepi hins félagslega stigveldis, væru dyggðug astir
og best til þess fallnir að stjórna. Það var andstætt þessu við horfi að
líta svo á að hver einstaklingur væri jafngildur og allir fullorðnir
einstaklingar ættu sama rétt til samfélagslegrar og pólitískrar þátt-
töku.4
Íslenskir sveitaprestar tilheyrðu öllum þremur valdastéttunum
sem áður voru nefndar. Þeir voru allt í senn trúarlegir leiðtogar,
embættismenn og bændur. Prestssetrin höfðu um langa hríð verið
menningarmiðstöðvar og fyrir tilkomu skipulagðs félagastarfs voru
þau helsti vettvangur fólks til að svala félagsþörf sinni utan heimilis.
Sóknarprestar voru líka meðal helstu veraldlegu áhrifamanna í
íslenska sveitasamfélaginu og oft afgerandi leiðtogar sinna sókna.
Í Kristni á Íslandi lýsir Þórunn Valdimarsdóttir samfélagslegri stöðu
íslenskra presta á nítjándu öld svo að þeir hafi haft mun víðtækari
áhrif á líf fólks en einungis þau er tengdust trúarháttum, trúariðkun
fólks og hinu eiginlega prestshlutverki.5 Í norrænum sveitasam-
félögum á nítjándu öld var það prestanna að viðhalda réttri trú
og viðurkenndum skilningi á trúnni í sínum sóknum og tryggja
samvinnu húsbænda um að gera slíkt hið sama á heimilunum.6
íslenska dyggðasamfélagið 97
Iceland 1830–1930 (Reykjavík: höfundur, 1990), 52–53; Niels Kayser Nielsen,
Bonde, stat og hjem: Nordisk demokrati og nationalisme — fra pietismen til 2. verdens -
krig (Aarhus: Aarhus Universitetsforlag, 2009), 55–56.
3 John Stuart Mill, Kúgun kvenna, ritstj. Vilhjálmur Árnason og Ólafur Páll Jónsson
(Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2003), 92.
4 Peter Aronsson, „Local Politics — The Invisible Political Culture,“ í The Cultural
Construction of Norden, ritstj. Øystein Sørensen og Bo Stråth (Oslo: Scandinavian
University Press, 1997), 172–205, hér 188–189.
5 Þórunn Valdimarsdóttir, „Öld frelsis, lýðvalds og jafnaðar,“ í Til móts við nú tím -
ann: Kristni á Íslandi, IV (Reykjavík: Alþingi, 2000), 11–195, hér 112.
6 Niels Kayser Nielsen, „Denmark 1740–1940: A Centralized Cultural Community,“
í Nordic Paths to Modernity, ritstj. Jóhann Páll Árnason og Björn Wittrock (New
york og Oxford: Berghahn Books, 2012), 69–88, hér 71.