Saga - 2021, Page 106
krefjist enn meiri samstöðu um viðurkennd gildi. Ráðandi öfl í sam-
félögum sem einkennast af sterku doxa byggja vald sitt á að við -
halda ríkjandi samfélagsgerð og eigin menningarlegu forræði (e.
hegemony). Þegar ógn steðjar að reyna þau að verja stöðu sína og þá
aukast líkur á að þau hallist meir að rétttrúnaði. Slík varnarviðbrögð
miða að því að verja með öllum ráðum þær hugmyndir og þá sam-
félagssýn sem til þessa hafa verið sjálfgefnar. Af því leiðir að þrengt
getur að skoðana- og tjáningarfrelsi innan samfélagsins og þær
skoðanir sem ekki samrýmast viðurkenndri samfélagssýn verði
afgreiddar sem rangar, skaðlegar eða jafnvel guðlast.25
Meðan doxa samfélags er óhaggað getur verið erfitt að greina
einkenni þess og áhrif enda byggir það á óskráðum reglum og
lærðum gildum sem íbúar þekkja og þarfnast lítillar umræðu, að
minnsta kosti ekki svo að eftir liggi heimildir. Það er ekki fyrr en
röskun verður og vettvangur skapast fyrir gagnrýna umræðu (til
dæmis með blaðaútgáfu), þar sem ýmsar hliðar doxa eru dregnar
fram og ræddar, að hægt er að fá skýrari innsýn í það á hverju doxa
byggir og hvernig það virkar. Við röskun geta opinberast valda-
afstæður (e. power relations) sem áður kunna að hafa verið ósýnilegar
(að minnsta kosti fyrir utanaðkomandi) en hafa alið af sér aðgrein-
ingu í samfélaginu og viðhaldið stigveldi þess. Andstætt hugmynd-
inni um meirihlutaræði, þar sem umræða um ólík sjónarmið er leyfð
en meirihlutinn eða fulltrúar meirihluta ráða útkomunni, byggja
niðurstöður sem grundvallast á sterku doxa á því að vera í samræmi
við þá samfélagssýn sem „allt“ samfélagið aðhyllist.26 Í raun þýðir
þetta að einstaklingar með skilgreiningarvald taka samfélagslegar
ákvarðanir og öðrum ber að sætta sig við þær hvað sem þeim kann
að finnast.
Bourdieu lýsti því hvernig táknrænt vald birtist í yfirlæti eða
lítils virðingu þeirra sem standa ofar í stigveldinu gagnvart þeim
sem standa neðar — framkomu sem oft er einfaldlega kölluð hroki.
Hún er til þess fallin að ala á skömm, kvíða og sektarkennd hjá þeim
sem eru undirskipaðir. Þeir hærra settu neita að viðurkenna þá sem
standa neðar, leitast við að aðgreina sig frá þeim og halda þeim á
„sínum stað“. Slík aðgreining (e. distinction) er oftast byggð á efna-
hagslegri eða menningarlegri stöðu sem hinir hærra settu leitast við
hrafnkell lárusson104
25 Pierre Bourdieu, Outline of a Theory of Practice, 169–170.
26 Sama heimild, 164, 168; Cécile Deer, „Doxa,“ 117.