Saga - 2021, Blaðsíða 107
að viðhalda því hún skapar táknrænt vald yfir undirsátum í hinu
félagslega rými.27 Um þetta skrifar Bourdieu:
Táknræn valdatengsl byggjast upp og viðhaldast með þekkingu og
viðurkenningu samfélagsins á þeim. Það þýðir þó ekki að þeim sé vís-
vitandi haldið að fólki. Til að táknræn yfirráð skapist verða undirsátar
að gera sér grein fyrir þeim, gangast við þeim og deila með þeim sem
ráða skilningi og viðurkenningu á yfirráðunum. Þeir verða að líta sjálfa
sig sömu augum og aðrir sjá þá.28
Táknrænt vald þarf að byggja á táknrænu auðmagni sem sam -
félagið viðurkennir. Þar eru embætti eða skírteini sem bera vitni um
próf gráðu dæmigerð staðfesting. Önnur og óræðari atriði geta líka
vegið þungt, til dæmis sterkur efnahagur eða ætterni sem nýtur
sérstakrar virðingar. Táknrænt vald má svo styrkja enn frekar með
tengslum við aðra handhafa þess, svo sem með vináttu- eða hjóna-
böndum.
Íslenska dyggðasamfélagið
Kristin trú hafði yfirburði sem grundvöllur siðferðis og siðferðilegra
fyrirmynda í íslensku samfélagi nítjándu aldar. Guðsótta og kristnu
siðferði var markvisst haldið að almenningi af hálfu yfirvalda. Í því
fólst ekki aðeins krafa um undirgefni gagnvart kristindómnum
heldur var að sama skapi ætlast til undirgefni gagnvart yfirvöldum
(andlegum sem veraldlegum) og samstöðu um samfélagsskipanina
þar sem breytingum var mætt með tortryggni og andófi með andúð.
Einstaklingshyggja var því illa séð gerði hún vart við sig meðal
íslenska dyggðasamfélagið 105
27 Pierre Bourdieu, Distinction: A Social Critique of the Judgement of Taste (Cam -
bridge: Harvard University Press, 1984), 120; Pierre Bourdieu, In other words:
Essays Towards a Reflexive Sociology (Stanford: Stanford University Press, 1990),
134–136; Pierre Bourdieu, „The Social Space and the Genesis of Groups,“
Theory and Society 14 (nóvember 1985): 723–744, hér 730–735; Pierre Bourdieu,
Pascalian Meditations, 169.
28 Pierre Bourdieu, Pascalian Meditations, 198. „Symbolic power relations are power
relations that are set up and perpetuated through knowledge and re cogni tion,
which does not mean through intentional acts of consciousness. In order for
symbolic domination to be set up, the dominated have to share with the dom-
inant the schemes of perception and appreciation through which they are per-
ceived by them and through which they perceive them; they have to see them-
selves as they are seen.“