Saga - 2021, Side 109
Oftast eru það yfirvöld sem hafa forystu um að framfylgja siðrænni
ögun en hún getur líka snúist gegn þeim ef valdsmenn hegða sér
ekki í samræmi við doxa samfélagsins. „Röng“ breytni var álitin
koma niður á heilbrigði samfélagsins: „Samfélagsregla og stöðug -
leiki byggðu á þeim grunni að hver einstaklingur þekkti sinn stað í
stigveldi þjóðfélagsins, væri „dugligur í sinni stétt“, og ynni þar
með samfélaginu gagn.“33
Þrátt fyrir að ýmsir nafngreindir þjóðfélagshópar kæmu til um -
ræðu á opinberum vettvangi og á Alþingi á síðari helmingi nítjándu
aldar virðist sá skilningur hafa verið ríkjandi að skipta landsmönn-
um í virka og óvirka þegna (virkir = full lýðræðisleg réttindi (fullur
þegnréttur), óvirkir = takmörkuð réttindi) og skipta þeim virku í
tvær stéttir: bændur og embættismenn. Samkvæmt þessu taldist
yfirgnæfandi meirihluti fullorðinna Íslendinga til hinna óvirku, þar
á meðal allar konur, þurrabúðar- og vinnumenn, þar sem ýmist kyn-
ferði, ónógar tekjur/eignir eða það að teljast öðrum háðir hélt þess-
um hópum frá fullum réttindum. Hinir „óvirku“ voru með beinum
eða óbeinum hætti undirsátar hinna „virku“.34 Með aukinni þétt -
býlismyndun er nær dró aldamótum og vaxandi réttindabaráttu
hinna „óvirku“ (einkum réttindabaráttu kvenna) tóku að rofna skörð
í þessa einfölduðu „stéttaskiptingu“ gamla samfélagsins, sem kallað
hefur verið bændasamfélag.
Ég tel ekki rétt að kalla íslenskt samfélag nítjándu aldar bænda-
samfélag. Það hugtak felur í sér of einsleita og þrönga mynd af sam-
félagsgerðinni. Hugtakið er karllægt og notkun þess lítur fram hjá
því að bændur voru einungis einn af samfélagshópum þessa tíma
og raunar ekki sá fjölmennasti því vinnuhjú voru áberandi fleiri.
Meira lýsandi er að kenna samfélagsgerðina við ráðandi form bú -
setu. Því tel ég réttara að kalla íslenskt samfélag nítjándu aldar, fram
til síðustu tveggja áratuga aldarinnar, sveitasamfélag.
Samfélag sem hefur í heiðri ákveðnar tegundir mannlegrar breytni
(dyggðir) hefur jafnan andúð og skömm á öðrum (lestir). Doxa
íslenska dyggðasamfélagið 107
33 Sama heimild, 86.
34 Ragnheiður Kristjánsdóttir, Nýtt fólk: Þjóðerni og verkalýðsstjórnmál 1901–1944
(Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008), 37–38; Guðmundur Hálfdanarson, „Kosn -
inga réttur kvenna og afmörkun borgararéttar – umræður um þátttöku og úti -
lokun í íslenskum stjórnmálum,“ í Kosningaréttur kvenna 90 ára: Erindi frá mál -
þingi 20. maí 2005, ritstj. Auður Styrkársdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir (Reykja -
vík: Kvennasögusafn Íslands og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum,
2005), 22–41, hér 32.