Saga - 2021, Síða 120
Í Heimilislífinu ræddi Ólafur Ólafsson (1855–1937) um heimilislíf
Íslendinga og einkenndist erindi hans allt í senn af ákalli um réttar-
bætur handa íslenskum konum, skýrri eðlishyggju gagnvart stöðu
kynjanna og vörn fyrir dyggðasamfélagið og doxa sveitasamfélags-
ins. Útgangspunktur erindisins var skýr: „Heimilislífið er undirrót
þjóðlífsins og heimilið er grundvöllur þjóðfélagsins. … Hvert ein-
stakt heimili er gróðrarstía annaðhvort dyggða og kosta, eða lasta
og ódyggða, annaðhvort blessunar eða bölvunar fyrir land og lýð.“66
Farsæld þjóðfélagsins var að dómi Ólafs komin undir manngæsku,
dyggðum, siðsemi, dugnaði og menntun. Lúterska stig veldið var
grundvöllur samfélagsins, húsbóndastaðan „Guðs verk“ og hjóna-
bandið lykilatriði: „Húsbóndinn nýtur, sökum hinnar þýðingar miklu
stöðu sinnar í þjóðfélaginu, meiri virðingar og vorkunn semi af öll -
um skynsömum mönnum, heldur enn hinn einhleypi, og þjóð félagið
vonast eptir og nýtur líka meiri styrks af honum enn hinum ein-
hleypa.“67 Með þessari stöðu húsbænda réttlætti Ólafur að þeir
hefðu meiri réttindi en aðrir íbúar landsins því þeir bæru meiri
ábyrgð, bæði gagnvart eigin heimili og samfélaginu. Það var á ábyrgð
húsbænda að „vernda og viðhalda á heimili sínu reglu semi, iðju-
semi, fúsa hlýðni, siðsemi og guðsótta; þessum dyggðum á hann að
viðhalda með skynsemd, ástúðlegri umgengni og stað festu“.68
Húsbóndinn átti þó að forðast að ástunda harðstjórn og ala á þræls -
lund hjá sínu fólki heldur kenna því „að vera frjálsir menn í anda og
sannleika, og að nota og fara rétt með hæfilegt frelsi. … En án hlýðni
getur ekkert félag staðizt, hvorki smátt né stórt, hvorki heimilisfélag
né þjóðfélag“.69 Húsbóndinn átti að rækja þær dyggðir sem sam-
félagið ætlaði honum að boða, hafa gætur á siðferði heimilisfólks og
áminna þegar þörf væri á. Hann átti að „drottna á heimili sínu með
ástúð og kærleika, hann á að stjórna því með skyn semd“.70 Þessi
niðurlagsorð kaflans um stöðu húsbænda sem og annað sem Ólafur
sagði um leiðtogahlutverk þeirra á heimilum inniheldur skýra að -
grein ingu þeirra frá öðru heimilisfólki og felur í sér ótví ræða stuðn -
hrafnkell lárusson118
66 Ólafur Ólafsson, Heimilislífið: Fyrirlestur (Reykjavík: Bræðrafélagið á Eyrar -
bakka, 1889), 3. Rit Ólafs byggir á erindi sem hann flutti á Eyrarbakka 25. og
26. febrúar 1889.
67 Sama heimild, 10.
68 Sama heimild, 21.
69 Sama heimild, 27.
70 Sama heimild, 32.