Saga - 2021, Page 121
ings yfirlýsingu við dyggðasamfélagið. En þetta viðhorf Ólafs er líka
í augljósri mótsögn við orð hans fyrr í sama kafla en þar sagði:
„Konan er jafningi mannsins; þau standa alveg jafnfætis á heimil -
inu. Þau vinna og stefna bæði að sama takmarkinu, að efla heill
heimilisins.“71 Ekki verður mótsögnin minni síðar í ritinu er Ólafur
lýsti stöðu húsmæðra svo: „Það er leiðinlegt að þurfa að bera fram
þann sannleika, að það má segja um marga konu, að brúðkaups -
dagurinn hennar hafi verið síðasti dagurinn, sem hún gat talizt frjáls
manneskja.“72 Af erindi Ólafs sem og öðrum skrifum hans frá þess-
um tíma er ljóst að honum var umhugað að auka réttindi kvenna og
víðar en í þessu erindi gerðist hann opinber talsmaður úrbóta í þeim
efnum. Ólafur benti ítrekað á réttleysi kvenna og undirskipun,
meðal annars þegar kom að þátttöku í samfélaginu utan heimilis.73
Húsmæður fengu sérstaka umfjöllun í erindi Ólafs. Lýsingin á
þeim einkennist af eðlishyggju og upphafningu á „kvenlegum“
dyggðum, til dæmis fórnfýsi, móðurást og umhyggju fyrir heimilis-
fólki. Húsmæður áttu að vera holdgervingar friðar og réttlætis á
heimilinu og æskilega lyndislýsingu þeirra sótti Ólafur í Biblíuna:
„Konan á að vera stilt og ráðdeildarsöm, aðgætin og eptirtektarsöm
með hvað eina, sem heimilinu við kemur. Hún á að vera jafnlynd og
viðmótsgóð við heimilismenn sína; með hógværð og stillingu má
sefa margan storm, sem raskað gæti rósemi og friði heimilisins ef
hann næði að geysa.“74 Þótt umfjöllun Ólafs um konur væri gagn -
rýnin á viðmót samfélagsins gagnvart þeim var hún þó ekki ein -
hliða. Húsmæður fengu sinn skerf af gagnrýni hans á þá meðferð
sem vinnukonur fengu víða á heimilum. Þær væru látnar slíta sér út
á bestu árum ævinnar við skammarleg kjör og mættu ósanngirni
bæði í launum og framkomu. Þrátt fyrir að vinnuhjúakafli erindis
Ólafs sé nær samfelldur reiðilestur um meðferð á vinnukonum þá
mótmælti Ólafur því að staða vinnuhjúa væri „ófrelsis og þrældóms-
ástand“. Þau væru frjálsar manneskjur sem hefðu selt húsbændum
vinnu sína fyrir umsamin laun um ákveðinn tíma. Ólafur staðhæfði
að vinnukonur væru alla jafna dyggðugri en vinnumenn. Þær væru
vinnusamari, hlýðnari og auðsveipari. Ólafur gagnrýndi vinnu menn
íslenska dyggðasamfélagið 119
71 Sama heimild, 19.
72 Sama heimild, 42.
73 Ólafur Ólafsson, Olnbogabarnið: um frelsi, menntun og rjettindi kvenna (Reykjavík:
Ísafoldarprentsmiðja, 1892); Ólafur Ólafsson, Heimilislífið, 37.
74 Ólafur Ólafsson, Heimilislífið, 48–49.