Saga - 2021, Síða 122
fyrir að forðast innivinnu og létta ekki undir með vinnukonum
þegar þeir hefðu lítið að gera.75 „Það er varla sá strákslóði til í bux-
um, að hann þykist ekki langt hafinn yfir kvennfólkið.“76
Bjarni Jónsson (1862–1951) kynnti sig sem alþýðumann, upp -
alinn í sveit, sem þekkti til í flestum landshlutum. Hann skipti grein
sinni um sveitalífið á Íslandi í tvo hluta þar sem hann ræddi æski-
legar fyrirmyndir í fyrri helmingnum en vandamál og víti til varn -
aðar í þeim síðari. Umfjöllun Bjarna um kosti sveitalífsins er nokkuð
upphafin á köflum og dregur mjög dám af þeim dyggðum sem
hann taldi mikilvægastar: „Starfsemi, reglusemi, þrifnaður, sam -
lyndi og gestrisni eru dyggðir, sem ekki leyna sér lengi fyrir glöggu
gests auga.“77 Þessar dyggðir sagði Bjarni að væru hafðar í heiðri á
öllum sveitaheimilum. Hann nefndi einnig skilvísi og áreiðanleika í
viðskiptum sem almennar dyggðir og gerði mikið úr hjálpsemi milli
heimila, einkum þegar áföll yrðu. Almennt vildi fólk hjálpa nauð -
stöddum en ekki þeim sem gætu bjargað sér sjálfir. Hvar línan þar
á milli lá skýrði Bjarni þó ekki. Freistandi er að setja þessa skoðun
hans í samhengi við þá áherslu sem hann lagði á efnalegt sjálfstæði
heimila og búenda auk þess sem hann lét að því liggja að fátækt
fólks væri því sjálfu að kenna. Á sveitaheimilum væri börnum ekki
aðeins innrætt hlýðni og sannleiksást heldur einnig félagslyndi sem
skilaði sér í því að heimilisfólk væri samrýmt. Í bland við rök fyrir
tilvist dyggðasamfélagsins setti Bjarni fram rök í anda framfaratrúar
og taldi það til dyggða að einstaka menn hvettu til félagsskapar og
framkvæmda og gengju á undan í þeim efnum með góðu for -
dæmi.78 Líkt og Ólafur lagði Bjarni áherslu á mikilvægi stigveldis
innan heimilisins og virðingu fyrir táknrænu valdi húsbænda. Sú
skoðun var í anda doxa íslenska sveitasamfélagsins sem reis á lút-
ersku stigveldi. Stjórnsamir heimilisfeður voru að hans mati þörf -
ustu menn þjóðarinnar því „góð heimilisstjórn er undirrót alls góðs
skipulags í þjóðfélaginu“.79
Umræða Bjarna um vandamál sveitalífsins hefst á afsökun þar
sem hann biður um að skrif sín séu skoðuð sem ábendingar: „Eg
býst við því, að sumum sýnist, að eg ætti að láta hér staðar numið,
hrafnkell lárusson120
75 Sama heimild, 46, 52–57, 59–60.
76 Sama heimild, 64.
77 Bjarni Jónsson, Sveitalífið á Íslandi, 3.
78 Sama heimild, 4–7, 12.
79 Sama heimild, 7.