Saga - 2021, Page 123
að eg ætti að láta ókostina „eiga sig.“ En eg bið menn að fyrirgefa,
þótt eg brjóti bág við það lögmál.“80 Ókostirnir sem Bjarni ræddi
voru einkum lestir, sem hann taldi fara vaxandi. Þar nefndi hann
leti, framtaksleysi, agaleysi, dvínandi húsbóndavald og að börn
væru frek og hyskin. Gestrisni var á undanhaldi að mati Bjarna og
benti hann á að margir væru teknir að auglýsa að þeir seldu greiða
því gestakomurnar væru að sliga þá. Það taldi hann til marks um að
„smásálarskapurinn og nurlunarhugsunarhátturinn“ blómg að ist og
spáði hann því að mannúð og kurteisi myndu deyja út með gestrisn-
inni. Bjarni gagnrýndi eyðslusemi, ekki aðeins í kaupum á munaðar -
vörum (kaffi, tóbaki og áfengi) heldur líka í því að menn væru
hættir að vinna úr ull og smíða áhöld en í staðinn væru áhöld og
vefnaðarvörur keyptar í verslunum. Gagnrýni Bjarna á greiða sölu
og innkaup má líta á sem andóf gegn aukinni sérhæfingu og markaðs -
væðingu samfélagsins samhliða vaxandi einstaklings hyggju og
áherslu á að bæta eigin efnahag. Á hinn bóginn sagði Bjarni að eina
hugsunin þegar kæmi að ráðningu kennara væri að hann væri nógu
ódýr, helst þannig að það þyrfti ekki að borga honum meir en hægt
væri að fá í styrk frá stjórnvöldum.81
Til að vinna bug á löstum í samfélaginu kallaði Bjarni eftir frum -
kvæði húsbænda og presta til að bæta hnignandi siðferði. Hann gerði
lítið úr áhrifum bindindisfélaga en var þó sérstaklega umhugað um
virka andspyrnu gegn drykkjuskap. Í þeim efnum sagði Bjarni að
þar gengju þeir harðast fram í löstunum sem einmitt ættu að boða
dyggðir. Hann sakaði ónafngreinda presta og bændur um að út -
breiða ofdrykkju vísvitandi og halda víni að ungum mönnum með
sífelldum vínveitingum til gesta. Suma „betri menn“ sagði Bjarni
vera bæði ósannsögla og dáðlausa og af þeim sökum kallaði hann
eftir því að almenningur léti til sín heyra til að knýja á um úrbætur.82
Lokaorð
Íslensk samfélagsgerð tók víðtækum breytingum undir lok nítjándu
aldar vegna vesturferða, samgöngu- og búsetubreytinga, nýrra at -
vinnu hátta, aukinnar útgáfu og uppgangs félagshreyfinga. Einstak -
lings hyggja breiddist út meðal almennings sem átti auðveldara en
íslenska dyggðasamfélagið 121
80 Sama heimild, 8–9.
81 Sama heimild, 10–11.
82 Sama heimild, 14–15.