Saga - 2021, Page 140
pappír og reyra svo um: „Umbúðirnar um bögglana eða strönglana
að utan skulu vera úr leðri, skinni eða sterku lérepti, sem að minnsta
kosti er vafið tvisvar um, eða vaxdúki.“ Utan á peningabréf og
böggla sendingar sem innihéldu peninga átti svo að rita þá peninga-
upphæð sem verið væri að flytja. Í tilvísunarbréfum sem áttu að
fylgja slíkum sendingum komu fram upplýsingar um að með fylgdi
böggull, kassi og svo framvegis.18
Póstburðargjald fyrir peningasendingar, eins og aðrar póstsend-
ingar, var fyrst og fremst greitt eftir þyngd en einnig að nokkru eftir
verðmæti.19 Póstburðargjald fyrir sendingar milli embættismanna
og stjórnvalda var greitt með þjónustufrímerkjum eins og áður er
rakið. Póstburðargjaldið var greitt „með því að líma á bréfið, pen-
ingabréfið, eða (þegar bögglar eru sendir) á tilvísunarbréfið svo
mörg frímerki, er samsvarar burðargjaldinu“ eins og leiðbeiningar
voru um í auglýsingu um póstmál frá 1872.20 Utan á bréfin skrifaði
pósthirðingamaður þyngd sendingar í pundum og kvintum og fór
fjöldi frímerkja eftir póstburðargjaldinu.
Peningasendingar landfógeta 30. september 1874
Árið 1873 var tekin upp ný krónumynt í Danmörku í stað ríkisdals
og 1875 var þessi skipan einnig innleidd á Íslandi.21 Til undir bún -
ings myntbreytingunni sendi landshöfðingi fyrirmæli til landfógeta
haustið 1874 um að senda skyldi sýslumönnum og bæjarfógetum
hina nýju mynt. Landfógeti sendi svo nýju krónumyntina til sýslu-
manna og bæjarfógeta með bréfi dagsettu 30. september 1874.22 Eitt
þeirra bréfa sem landfógeti sendi var til sýslumannsins í Árnessýslu
og hefur hið svokallaða Biblíubréf verið hluti af þeirri sendingu. Því
er rétt að gera nánari grein fyrir peningasendingu þessari.
Annars vegar sendi landfógeti samhljóða bréf ásamt mynt að
upphæð 180 króna til fjögurra embætta og hins vegar mynt að upp -
hæð 75 króna til 12 embætta. Embættin sem fengu sendar 180 krón -
ur voru sýslumennirnir í Suður-Múlasýslu og í Snæfellsnes- og
njörður sigurðsson138
18 Tíðindi um stjórnarmálefni fyrir Ísland III, 365–371.
19 Heimir Þorleifsson, Póstsaga Íslands 1873–1935, 56.
20 Alþingistíðindi 1873 A, 305.
21 Einar Laxness, Íslandssaga i–r (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995), 204.
22 ÞÍ. Landfógeti 0/5. C/36, örk 1. Bréfabók 1870–1876. Bréf landfógeta til sýslu-
manna og bæjarfógeta 30. september 1874.