Saga - 2021, Blaðsíða 141
Hnappadalssýslu og bæjarfógetarnir á Akureyri og á Ísafirði. Líklegt
má telja að þessi embætti hafi fengið hærri upphæðir vegna meiri
umsvifa. Önnur embætti fengu sendar 75 krónur. Töluverð þyngd
var í þessum peningasendingum sem annars vegar innihéldu 3.500
myntpeninga (180 krónur í heild) og hins vegar 1.700 myntpeninga
(75 krónur í heild). Peningasendingar þessar frá landfógeta voru
sendar með pósti til sýslumanna og bæjarfógeta eins og venja var.
Þær eru færðar inn í póstafgreiðslubók póststofunnar í Reykjavík 3.
október 1874. Vegna umfangs og þyngdar var myntpeningunum
komið fyrir í poka eða böggli en heimilt var að hafa allt að 16 pund
af mótuðum peningum í bögglum eða pokum eins og rakið var að
framan.23 Í póstafgreiðslubókinni sést að þyngd peningasending-
anna var frá 10 pundum og 4 kvintum til 13 punda og 21 kvinta.
Póstburðargjaldið greiddi landfógeti með þjónustufrímerkjum og
var gjaldið frá 180 skildingum og upp í 228 skildinga fyrir þyngri
sendingarnar.24
Í póstafgreiðslubók póststofunnar í Reykjavík er skráð að þyngd
sendingarinnar til sýslumannsins í Árnessýslu hafi verið 10 pund og
82 kvint eða um 5,4 kg en sendingin innihélt 1.700 myntpeninga,
þ.e. 500 10 aura peninga, 200 5 aura peninga, 500 2 aura peninga og
500 einseyringa eins og fram kemur í fylgibréfi landfógeta.25 Þetta
eru sömu upplýsingar og eru ritaðar utan á hið svokallaða Biblíu -
bréf. Póstburðargjald fyrir 10 pund og 82 kvint árið 1874 var 180
skildingar, þar af voru 176 skildingar vegna þyngdar sendingar -
innar og 4 skildingar í ábyrgðargjald vegna peningasendingarinnar.26
Það samsvarar þeim 23 þjónustufrímerkjum sem eru límd á Biblíu -
bréfið, þ.e. 22 8 skildinga þjónustufrímerki og eitt 4 skildinga þjón-
ustufrímerki. Eins og áður hefur komið fram er á Biblíubréfinu póst-
stimpill frá póststofunni í Reykjavík dagsettur 22. október 1874 en
þann dag fór austanpósturinn svokallaði af stað með póst frá Reykja -
vík að Prestbakka á Síðu.27 Póstafgreiðsla var í Hraungerði í Flóa og
uppruni og varðveislusaga biblíubréfsins 139
23 Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands III, 366–367.
24 ÞÍ. Póstur og sími. FA/264, örk 4. Póstafgreiðslubók, Reykjavík 1874–1875.
Færslur 3. október 1874.
25 Hér er stuðst við að hvert pund hafi verið 500 g og að 100 kvint séu í hverju
pundi. Sjá: Hagskinna, 922.
26 Alþingistíðindi 1873 A, 305; ÞÍ. Póstur og sími. FA/264, örk 4. Póstafgreiðslu -
bók, Reykjavík 1874–1875. Færslur 3. október 1874.
27 Norðanfari 17. janúar 1874, 1.