Saga - 2021, Side 150
Viðhorf Halldórs kann þó að skýrast af því að um frímerkt blað
var að ræða sem hann hefur ekki talið vera opinbert skjal. Eins og
áður er lýst virðist hafa verið venjan að fjarlægja frímerki af bréfum
í opinberum embættum og má álykta að embættismenn þess tíma
hafi ekki talið frímerkin vera hluta af hinum opinberu skjölum, jafn-
vel þó að þau hafi verið hluti af opinberu bréfi, heldur hafi þeir get -
að tekið frímerkin og ráðstafað þeim eins og sínum einkagögnum.
Afhendingarskylda opinberra skjala hjá einkaaðilum
Í 6. og 7. mgr. 14. gr. laga um opinber skjalasöfn eru ákvæði um að
hver sá sem hafi í vörslu sinni opinber skjöl frá stjórnvaldi eða
öðrum afhendingarskyldum aðila og eigi ekki löglegt tilkall til
þeirra skuli afhenda það til varðveislu á opinbert skjalasafn og að
þessi skylda geti ekki fallið niður fyrir tómlæti eða hefð.43 Skjöl frá
embættum og stofnunum ríkisins ætti því að afhenda á Þjóðskjala -
safn Íslands. Fyrirmynd að þessu ákvæði er úr dönsku skjalasafna-
lögunum en sambærilegt ákvæði hefur verið í gildi í Danmörku frá
árinu 1885 og í raun má rekja slíkt ákvæði allt aftur til 1683.44
Ákvæðinu er ætlað að tryggja að öll opinber skjöl rati til varðveislu
í opinberu skjalasafni en varðveisluskylda opinberra skjala er til
þess ætluð að tryggja réttindi almennra borgara, lögvarða hagsmuni
stjórnsýslunnar og sögulegar upplýsingar og þekkingu sem mikil-
vægan þátt í íslenskri menningu.45 Á þetta ákvæði hefur ekki enn
reynt hér á landi en í Danmörku hefur því verið beitt. Árið 2008 var
til dæmis bréf á uppboði í Danmörku sem danska ríkisskjalasafnið
taldi vera eign ríkisins. Um var að ræða bréf sem dansk-norski flota-
foringinn Peter Tordenskjold (1690–1720) hafði ritað með eigin
hendi í aðdraganda orrustunnar um Marstrand árið 1719. Ríkis skjala -
safnið rannsakaði bréfið og komst að því að það var skráð í bréfa-
njörður sigurðsson148
43 Vef. Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, 14. gr., 6. og 7. mgr.
44 Vef. Bekendtgørelse af arkivloven nr. 1201 af 28. september 2016, retsinform-
ation.dk. Retsinformation, sótt 4. ágúst 2021; Vef. Forslag til lov om offentlige
arkiver m.v., dl. 4086, folketingstidende.dk. Folketinget, sótt 4. ágúst 2021; Vef.
Det. Kgl. Bibliotek. Bestemmelser for Rigsarkivet 1891. Justitsministeriets Cirku -
lære af 15. januar 1885, vedrorende Statens Vindikationsret til sine Arkivalier,
13–14, kb.dk. Det Kongelige Bibliotek, sótt 4. ágúst 2021; Vef. Års beretning 2008
for Statens Arkiver, 18, sa.dk. Rigsarkivet, sótt 4. ágúst 2021.
45 Njörður Sigurðsson: „Réttur samfélagsins til að muna. Um persónuvernd og
varð veislu opinberra skjala,“ Saga 57, nr. 2 (2019): 25–33, hér 33.