Saga - 2021, Blaðsíða 154
menntafræðingum, mann fræð ingum, félagsfræð ingum, félagssálfræð -
ingum, kynjafræðingum og fleirum vera eitt hvað sem boðaði nýja
tíma í hug- og félagsvísindum. Tími kynjafræðinnar var greinilega
runninn upp þó svo að stofnun sem kennd væri við kvennafræði
héldi ráðstefnuna — í því fólst vissulega talsverð írónía.
Í þessari grein ætla ég að ræða þróunarsögu kynjafræðinnar eins
og hún hefur komið mér fyrir sjónir sem þátttakanda á vettvangi
fræða og vísinda frá árinu 1980 en þá innritaðist ég í sagnfræði við
Háskóla Íslands. Kynjafræðin hefur ekki verið aðaláhersluatriði í mín-
um fræðum en ég hef bæði fjallað um fyrirbærið og það hefur tengst
fjölmörgum viðfangsefnum mínum með einum eða öðrum hætti. Ég
hef rætt um mikilvægi kynjafræðinnar og lýst yfir skoðun minni á
tengslum kvennasögu og kynjafræði víða í skrifum mínum. Þau
verða rakin hér á eftir og ég mun bæði taka afstöðu til stöðu kynja- og
kvennasögu og ræða samhengi þeirra í háskólasamfélaginu.
Þróun kvenna- og kynjafræða er vel þekkt og hefur gengið í
gegn um nokkur stig eða rannsóknarferli. Fyrsta stigið, sem náði til
sögu kvenna, var aðallega verk femínískra fræðimanna sem stóðu
fyrir utan akademíuna og unnu sínar rannsóknir með það í huga að
draga fram einstök hlutverk kvenna og að sýna þær sem gerendur
(e. agents) í sögunni — mikilvægar konur sem létu til sín taka í anda
karlasögunnar.2 Annað stigið hófst snemma á sjöunda áratug síð -
ustu aldar með kvennasögu og annarri bylgju femínisma undir
áhrifum samtímahreyfinga innan félagssögunnar, sérstaklega hinnar
svonefndu „sögu neðan að“ (e. history from below). Hér var megin-
markmið rannsókna að beina athyglinni að yfirráðum karla í sam-
félaginu og að sögu kúgunar kvenna, með rannsóknum á sviðum
eins og vændi og konum sem vinnuafli (tilteknum störfum kvenna).
Sérstaklega var horft til fyrirbæra eins og kynþátta, þjóðernis og
stétta og mismunar ins sem þessir þættir kölluðu fram. Þar með var
grafið undan hugmyndinni um „einingu“ sem hafði verið áberandi
í fyrstu femínísku umræðunni.3
Þriðja stigið er oft tengt umræðunni um „aðskildu sviðin“ (e. sep-
arate spheres), hið persónulega og hið pólitíska. Hér voru konur
ýmist felldar inn í stjórnmálasöguna sem mikilvægir leikmenn á
sigurður gylfi magnússon152
2 Sjá t.d.: Ivy Pinchbeck, Women workers and the industrial revolution, 1750–1850
(New york: A.M. Kelley, [1930] 1969).
3 Natalie Zemon Davis, „“Women’s History” in transition: the European case,“
Feminist Studies 3 (1976): 83–103.