Saga - 2021, Page 155
sviði sögunnar eða hlutverk þeirra á heimilunum var magnað upp.
Líkingin sem fólst í „aðskildu sviðunum“ endurspeglaði hefð bundn -
ar hugmyndir um að opinbera sviðið væri einokað af körlum en
einka sviðið tilheyrði konum.4
Fjórða stigið kom með kynja- og menningarsögunni, hér koma
karlar aftur inn í myndina og áherslan er á valdatengsl kynjanna.
Aðaláhuginn liggur í því að smíða og skilgreina karl- og kvenkyns
sjálfsmyndir sem ná yfir hið félagslega litróf, að bera kennsl á hið
kven læga í körlum og hið karllæga í konum. Kynin sem slík renna
meira saman en áður og við blasir algjörlega ný nálgun í hinni
fræði legu áherslu kynjasögunnar.5 Sundrungin í sagnfræðilegri grein -
ingu verður viðmiðið í hinu póstmóderníska ástandi á meðan sam-
fellan hafði einkennt fyrri áherslur innan fræðanna.
Við getum ef til vill bætt við fimmta stiginu, rannsóknum á mál-
efnum kynjanna í ljósi eftirlendufræða (e. post-colonial studies), sem
eru litaðar af nýlegum rannsóknum femínískra fræðimanna frá fyrr -
um nýlendum evrópskra ríkja. Þetta fræðafólk hefur ráðist á vest-
ræna femínista fyrir að hafa horft fram hjá eða látið hjá líða að kanna
mismunandi merkingu þess að vera kona utan Vesturlanda, í sam-
hengi ólíkra kynþátta, þjóðernis og trúarlegrar sannfæringar, og
þannig viðhaldið sundrungu á milli Vesturlanda og þriðja heims -
ins.6 Með öðrum orðum hefur þróunarsaga þessara fræðilegu nálg-
ana tekið stakkaskiptum og þær orðið mun flóknari en þær voru
áður. Rök mín taka mið af nákvæmlega þeirri staðreynd og hún
mótar afstöðu mína til mikilvægis kynjasögunnar á kostnað hinnar
svonefndu kvennasögu.
Ég vil taka fram að þessi grein er mjög sjálfsævisöguleg, ég nota
reynslu mína af vettvangi hugvísinda á síðustu 25 árum til þess að
varpa ljósi á áðurnefnda þróun, rétt eins og margir erlendir sagn -
fræðingar hafa gert hin síðari ár þegar historiografísk málefni hafa
verið vegin og metin.7 Um nákvæmlega þessa nálgun segir spænski
sagn fræðingurinn Jaume Aurell í tímaritinu History and Theory:
kynjasaga: eru konur þar einar á blaði? 153
4 Amanda Vickery, „Golden Age to separate spheres? A review of the categories and
chronology of English women’s history,“ Historical Journal 36:3 (1993): 383–414.
5 Anna Clark, The Struggle for the Breeches: Gender and the Making of the British
Working Class (California: University of California Press, 1995).
6 Chandra Mohanty, Feminism without borders: Decolonizing theory, practicing soli-
darity (New york: Duke University Press Books, 2003).
7 Hér mætti nefna fjölmörg dæmi en ég ætla að tiltaka tvö: Jaume Aurell,