Saga - 2021, Page 161
Halldór benti á að svör Helga Skúla á bókafundi Sagnfræð inga -
félags ins hefðu verið einkennileg en fundargestum hefði ekki síst
orðið tíðrætt um hlut kvenna í bókinni: „Í því samhengi nefndi ég
að ef segja ætti sögu heillar þjóðar yrði að segja sögu allra hópa
hennar nokkuð jafnt og þar sem konur væru helmingur þjóðarinnar
ætti yfirlitsrit kannski að fjalla í jafn ítarlegu máli um málefni kvenna
og karla.“ Helgi svar aði því þannig að slíkt gengi ekki því að ekki
væri til dæmis „hægt að fjalla jafn mikið eða meira um kjósendur
heldur en þá sem kosnir voru“!20 Ég velti nú fyrir mér hvort höf-
undar nýju bókarinnar Konur sem kjósa – aldarsaga séu þessu sam-
mála en sú bók er upp á tæpar 800 blaðsíður og skoðar stjórnmála-
söguna frá annarri hlið en vanalega er gert.21
Ný viðhorf kalla á nýjar leiðir við vinnslu sagnfræðirita af þessu
tagi, skrifaði Halldór Bjarnason: „Hér á ég t.d. við þá vitneskju og
sjónarmið sem hversdagssaga, kynjasaga og tæknisaga hefur lagt
fram til sagnfræðinnar.“22 Með öðrum orðum, það voru fleiri en ég
sem ræddu takmarkanir verks Helga Skúla út frá kynjaslagsíðunni.
Átök og deilumál
Gunnar Karlsson svaraði grein minni frá 2003 í Sögu árið eftir og í
hönd fór rökræða um gildi yfirlitsins sem teygði sig yfir nokkur ár.23
Ég skrifaði grein sem ekki fékkst birt í Sögu af einhverju ástæðum og
var ætlað að vera nokkurs konar svargrein við skrifum Gunnars. Ég
greip því til þess ráðs að taka saman bók sem nefndist Sögustríð.
Greinar og frásagnir um hugmyndafræði og kom út árið 2007 og áður
var vitnað til. Þar var að finna samfellda röksemdafærslu um vanda
yfirlitsins og ægivald stórsögunnar, meðal annars fyrir umfjöllun
um konur úr fortíðinni. Þar gerðist ég mjög afgerandi talsmaður
þess að yfirlitinu yrði kastað fyrir róða til þess að sagnfræðingar
kynjasaga: eru konur þar einar á blaði? 159
20 Halldór Bjarnason, „Þjóðarsögur – kaós eða harmónía?,“ Fréttabréf Sagnfræð -
inga félags Íslands 131 (mars 2003), 5.
21 Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjáns -
dóttir og Þorgerður Þorvaldsdóttir, Konur sem kjósa – aldarsaga (Reykja vík:
Sögufélag, 2020).
22 Halldór Bjarnason, „Þjóðarsögur – kaós eða harmónía?,“ Fréttabréf Sagn fræð -
inga félags Íslands 131 (mars 2003), 5.
23 Gunnar Karlsson, „Ég iðrast einskis. Um siðferði í sagnfræði og einokun ein-
sögunnar,“ Saga 41 nr. 2 (2003): 127–151.