Saga - 2021, Page 163
Kynjasaga anno domini 1998
Eitt af því sem ég gerði í bókinni Sögustríð var að birta umfjöllun um
fyrsta misserið sem hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands
voru haldnir en þeir fóru fram annan hvern þriðjudag í hádeginu
frá vorinu 1998.27 Á þessum útmánuðum urðu einnig þau tímamót
að Gammabrekka, póstlisti félagsins, varð til. Hvort tveggja hleypti
mun fleiri sagnfræðingum að með sínar hugleiðingar og rannsókn-
ir.28 Það kom berlega í ljós eftir að Inga Huld Hákonardóttir flutti
fyrirlestur sinn „Annáll sigranna: Eru konur þar á blaði?“ sem var
einn sá síðasti á dagskrá þetta misserið.29 Í fyrirlestrinum fór Inga
Huld á gandreið um gresjur sagnfræðinnar og eirði fáum. Hún lét
höggin dynja á hinni hefðbundnu sagnfræði og sögustofnuninni.
Margrét Guð munds dóttir tók á fundinum upp hanskann fyrir sagna -
ritun um stofnanir samfélagsins eins og verkalýðshreyfinguna og
taldi enn fremur að kynjasagan væri útvötnuð mynd af kvenna -
fræðunum, merkimiði sem ætti að líta betur út pólitískt séð. Ég
sendi inn skeyti á Gammabrekku eftir þennan fund þar sem ég and-
mælti skoðun Margrétar:
[Kvennafræðin] fjölluðu um þrennt: Frægar konur, stofnanir þeirra og
loks einstök störf kvenna. Það sem einkenndi þessar rannsóknir [kvenna-
sögunnar] bæði hér og annars staðar voru lýsingar á ástandi fremur en
að fengist væri við greiningu á virkni samfélagsins. Aðferðafræðin
bauð hreinlega ekki upp á annað auk þess sem þessi vísindi voru miklu
frekar í hvetjandi pólitískum anda sem miðaði að því að vekja konur til
meðvitundar um stöðu sína. Það markmið var örugglega þýðingar-
mikið fyrir framgang þessara fræða en ég lít svo á (ásamt þúsundum
annarra fræði manna út um allan heim) að þessar aðferðir dugi ekki
lengur. Það dugar ekki að falla í sömu gryfju og karlasagan gamla: að
ganga út frá því sem vísu að þessi saga nái að segja okkur mikið um
kynjasaga: eru konur þar einar á blaði? 161
27 Sama heimild, 364–376.
28 Bragi Þorgrímur Ólafsson, „Sagnfræðingafélag Íslands,“ Íslenskir sagn fræð ingar.
Fyrra bindi. Sagnfræðingatal og saga Sagnfræðingafélags Íslands, ritstj. Ívar Giss -
urar son, Páll Björnsson, Sigurður Gylfi Magnússon og Steingrímur Stein þórs -
son (Reykjavík: Mál og mynd, 2006), 341–395.
29 Þessi magnaði fyrirlestur var síðan birtur í bókinni Einsagan – ólíkar leiðir. Átta
ritgerðir og eitt myndlistarverk. Nafnlausa ritröðin. Ritstj. Erla Hulda Halldórs -
dóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998), undir
heitinu „Annáll sigranna,“ 225–230.