Saga - 2021, Side 165
sem voru undir sterkum áhrifum frá kvennasögunni en Erla Hulda
áttaði sig um leið á möguleikum kynjasögunnar eins og síðar átti
eftir að koma rækilega í ljós, til dæmis í doktorsritgerð hennar sem
hún varði árið 2011 og nefndist Nútímans konur.34 Kvennasagan
hafði vissulega bryddað upp á nýjum sjónarhornum eins og áður
var rakið og skap að mikilvæga umræðu um stöðu sagnfræðinnar
sem fræðigreinar. Það gat því talist eðlilegt að þeir sagnfræðingar
sem höfðu verið í fylkingarbrjósti þeirrar fræðilegu nálgunar hafi
ekki viljað gefa hana upp á bátinn þegjandi og hljóðalaust. Í mínum
huga var tími kynjasögunnar hins vegar löngu runninn upp.
Kynjasaga í nýju samhengi
Sögustríðsbókin kom út árið 2007 eins og áður sagði. Hún var á viss -
an hátt ákveðið uppgjör við akademíska orðræðu á árunum á undan,
líkt og þessi grein, skrifuð grímulaust út frá mínu sjónarhorni.
Hugmyndir mínar um fyrirbæri eins og kynjasöguna, póstmódern-
isma og einsögu höfðu mótast mikið á stuttum tíma í gegnum marg-
vísleg akademísk skrif. Ég hafði til dæmis beitt kynjasögulegu sjónar -
horni á stórt rannsóknarverkefni árin 2004 og 2005. Bækurnar
Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi og Sjálfssögur. Minni, minn-
ingar og saga voru lengi í smíðum og endurspegluðu á margan hátt
þá gerjun sem hafði átt sér stað í sagnfræði í heiminum og þar á
meðal á Íslandi.35 Í báðum þessara verka nýtti ég mér kynjafræðina
til að greina þá þróun sem átti sér stað í sjálfsbókmenntum eins og
sjálfsævisög um, endurminningaritum, samtalsbókum og öðrum
tegundum bókmennta sem byggðu á einkaskjölum.
Árið 2006 ritstýrði ég ásamt þeim Hilmu Gunnarsdóttur og Jóni
Þór Péturssyni verkinu Frá endurskoðun til upplausnar sem kom út
mánuði fyrir þriðja íslenska söguþingið sem var haldið um vorið.36
kynjasaga: eru konur þar einar á blaði? 163
34 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á
Íslandi 1850–1903 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun/RIKK og Háskólaútgáfan, 2011).
35 Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi, gesta ritstj.
Guðmundur Hálfdanarson. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 9 (Reykja -
vík: Háskólaútgáfan, 2004); Sigurður Gylfi Magnússon, Sjálfssögur. Minni,
minningar og saga, gestaritstj. Soffía Auður Birgisdóttir. Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar 11 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005).
36 Frá endurskoðun til upplausnar. Tvær prófritgerðir, einn formáli, þrjú viðtöl, sjö
fræðigreinar, fimm ljósmyndir, einn eftirmáli og nokkrar minningargreinar af vett -