Saga - 2021, Page 167
fyrirlestur á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands á vegum Samtak -
anna ’78 og ýmissa annarra félagasamtaka um enska hugtakið
„trans gender“ sem var þýtt sem þverkynjað en er nú vísað til sem
trans.39 Hún ræddi þar um persónulega reynslu sína af því að
fæðast í líkama karlmanns sem frá því mjög snemma á lífsferlinum
fann fyrir því að vera kona, kona sem bæri kenndir til kvenna; les-
bísk trans kona.
Frásögn hennar var sláandi þar sem hún greindi frá pólitískum
átökum innan samfélags lesbía og hvernig fólk eins og hún hefði í
raun hvergi átt heima. Susan Stryker er með doktorspróf í banda-
rískri sögu frá Kaliforníuháskólanum í Berkeley og lýsti hvernig
„inn rás“ hennar í sitt nýja umhverfi hefði haft áhrif á hana og
hvernig ríkjandi pólitískar hugmyndir hefðu gert hana nær alveg
hornreka. Andstaðan gegn svívirðilegri meðferð á alnæmis sjúk -
lingum til margra ára í forsetatíð Reagans og Bush eldri breytti um
síðir and rúmsloftinu í Bandaríkjunum sem og Persaflóastríðið og
almenn andúð á ofstækis fullum kristnum trúarhugmyndum repú-
blikana í bandarískum stjórnmálum. Susan Stryker lýsti því í fyrir-
lestrinum hvernig til hefði orðið fyrirbæri sem gekk undir nafninu
„queer nation“ sem byggði á sam stöðu fjölmargra hópa sem höfðu
orðið fyrir barðinu á stjórnvöldum og um leið út undan í skilgrein-
ingum samfélagsins á hegðun fólks og hugsun. Hún benti á að hægt
væri að fullyrða að sérstök „queer“ menning (e. queer culture), eða
hinsegin menning, hefði orðið til á tíunda áratugnum — nokkurs
konar andófsmenning eða andófshreyfing (e. queer movement) sem
hefði tekið til við að krefjast hlutdeildar í umheiminum í kjölfar
kalda stríðsins á sínum forsendum. Í eftirmálanum segir síðan:
Um er að ræða hreina réttindabaráttu sem jafnframt leysir upp staðl -
aðar hugmyndir fólks um kvíar (e. categories) eins og kona og karl.40 Á
kynjasaga: eru konur þar einar á blaði? 165
til upplausnar. Tvær prófritgerðir, einn formáli, þrjú viðtöl, sjö fræði greinar, fimm ljós-
myndir, einn eftirmáli og nokkrar minningargreinar af vett vangi hugvísinda. Nafn -
lausa ritröðin. Ritstj. Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi
Magnússon (Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna og ReykjavíkurAkademían,
2006), 379–381.
39 Sjá umfjöllun um fyrirlestur hennar á eftirfarandi stað: „Líf og reynsla „trans-
gender“ fólks,“ Morgunblaðið 9. mars 2006.
40 Sjá merkilega umfjöllun Lofts Guttormssonar um kvíarnar kona og karl í grein
sem var gagnrýni á einsögunálgun Sigurðar Gylfa Magnússonar: „En þess er
að gæta að með flokkuninni, sem slík meðferð gagna felur í sér, gerist í raun
og veru hið sama og þegar menn í daglegu tali heimfæra einstök atvik eða ein-