Saga - 2021, Blaðsíða 168
þessu tímabili undir lok tuttugustu aldar náðu trans-hóparnir að slíta
sig frá einangruninni og taka virkan þátt í lífinu og hinni pólitísku
umræðu á sama, eða svipuðum, grunni og aðrir hópar.
Upplausnin skóp aðstæður sem gaf fjölmörgum hópum tækifæri til
að takast á við lífið með skapandi krafti sem menntun þeirra og lífssýn
bauð upp á.41
Hér er ef til vill kominn kjarni málsins, upplausn kynjatvíhyggjunnar
og hugmyndarinnar um karl og konu. Hvernig gat kvennasagan
þrifist eftir slíka upplausn? Er hægt að hugsa sér að fræðaheimurinn
haldi bara áfram að einblína á kvennasöguna þegar stór hluti vís-
indamanna hefur snúið sér að því að leysa upp þessar kvíar með
það í huga að nálgast veruleika sem hvarvetna blasir við, heim sem
er að hrista af sér hlekki tvíhyggjunnar? Ég held að vaxandi hópur
fólks hafi séð nýja möguleika í þessari fræðilegu nálgun og viljað
leggja sig fram við að grípa til talsvert róttækra tækja og tóla til að
kanna hugmyndir sem gátu verið mjög sársaukafullar og ganga
þvert á fyrri skilning okkar á sögunni. Þar má nefna spurningu eins
og þá sem hér gengur eins og rauður þráður í gegnum greinina: Er
eitthvað á kvennasögunni að græða?
Á þessum tímapunkti árið 2006 fannst mér að mikið vantaði upp
á að íslenskir sagnfræðingar hefðu vaknað til lífsins og nýtt sér kosti
kynjasögunnar — kosti upplausnarinnar. Ég tek það þó fram að á
þessu voru mjög góðar undantekningar og þar fór ef til vill fremst í
flokki Sigríður Matthíasdóttir sem hafði í sinni doktorsrannsókn
beitt mjög afgerandi póststrúktúralísku sjónarhorni á kynjasöguna.
sigurður gylfi magnússon166
staklinga undir almenn heiti; ákveðnir atburðir kallast „uppreisnir“ eða „bylt-
ingar“; ákveðnir einstaklingar kallast „karlar“ eða „konur“, „börn“ eða „aldr -
aðir“. Varla ætlast Sigurður Gylfi til þess að menn hætti að nota almenn hugtök
af þessu tagi, en notkun þeirra er mjög eðlisskyld þeirri flokkun sem töl -
fræðileg meðhöndlun gagna útheimtir.“ Sjá: Loftur Guttormsson, „Stórt og
smátt í sagnfræði. Athugasemdir í tilefni af einsöguskrifum Sigurðar Gylfa
Magnússonar sagn fræðings,“ Skírnir 175 (haust 2001): 467–468.
41 Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon,
„Minning dauðans,“ 380–381. Um líkt leyti áttum við Hilma Gunnarsdóttir,
þáverandi nemandi minn, samtal á vefritinu Kviksögu/Kistunni um stöðu
íslenskrar sagnfræði, þar á meðal kvenna- og kynjasögu. Árið 2016 voru þessar
samræður birtar í bókinni Heimkoma: Huganir í samtímanum. Sjá: Sigurður Gylfi
Magnússon, Heimkoma. Huganir í samtímanum. Nafnlausa ritröðin (Reykjavík:
Miðstöð einsögurannsókna, 2016). Bókin er gefin út rafrænt á vefnum aca-
demia.edu undir mínu nafni.