Saga - 2021, Page 169
Svargrein hennar við andmælum við doktorsvörnina sem birtist í
Skírni er með því besta sem hefur verið skrifað um þetta efni á
Íslandi að mínu viti.42 Í kjölfarið fylgdu svo Erla Hulda Halldórs -
dóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Rósa Magnúsdóttir, Páll Björns -
son, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir og örugglega fleiri sem öll sóttu
styrk í hina kynjasögulegu nálgun þegar komið var fram á tuttug-
ustu og fyrstu öldina.
Mér er alveg óhætt að segja að það hafi lifnað mjög yfir hugmynda -
fræðilegri umræðu í sagnfræðinni frá og með aldamótunum síð -
ustu. Eiginlega má með sanni halda því fram að það hafi verið háð
sögustríð, svo voru skoðanir skiptar og átökin mikil. Í lok Sögu -
stríðs bókarinnar tók ég saman alla þá aðferða- og hugmynda fræði -
legu umræðu innan fagsins sem ég fann frá aldamótum til 2006, eða
þar til að bókin kom út.43 Þetta voru bæði útgefnar bækur og greinar
sem og pistlar sem höfðu birst á Gammabrekku og á vefmiðlum eins
og Kviksögu og Kistunni. Þegar þessi upptalning er skoðuð, sem tel-
ur (lauslega áætlað) hátt í 800 færslur á þessu stutta tímabili, þá fer
ekk ert á milli mála að skoðanir voru ekki aðeins skiptar heldur voru
það fjölmargir sem kvöddu sér hljóðs til að ræða stöðu sagnfræð -
innar á þessum tímamótum.
Kvennasagan öll!
Eftir útkomu Sögustríðsbókarinnar árið 2007 hélt ég áfram að velta
fyrir mér mikilvægi kynjafræðinnar í tveimur greinum sem birtust
í tímaritinu Scandinavian Journal of History árin 2011 og 2013. Önnur
greinin fjallaði um verkakonuna Elku Björnsdóttur og stöðu hennar
í samtíma sínum fyrstu áratugi tuttugustu aldar en við Hilma
Gunnarsdóttir gáfum út stórmerkilega dagbók hennar út í ritröðinni
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar árið 2012.44 Hin greinin hét
„Gender: A Useful Category in Analysis of Ego-Documents?“ þar
sem ég kink aði kolli til tímamótagreinar Joan W. Scott og vann
kynjasaga: eru konur þar einar á blaði? 167
42 Sigríður Matthíasdóttir, „Svör við andmælum,“ Skírnir 179 (vor 2005), 161–179.
Doktorsritgerð hennar nefndist: Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald
á Íslandi 1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004).
43 Sigurður Gylfi Magnússon, Sögustríð, 451–474.
44 Dagbók Elku. Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915–1923 í frásögn Elku Björns -
dóttur verkakonu. Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman
(Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2012).