Saga - 2021, Blaðsíða 170
áfram með kynjavinkillinn út frá útgefnum sjálfsbókmenntum.45
Meginefni greinarinnar byggist á greiningu á tjáningarhætti karla og
kvenna í sjálfsbókmenntum en því hafði verið haldið fram innan
kvennafræðanna að konur tjáðu sig á annan hátt en karlar um sjálfa
sig, lífið og tilver una.46 Með því að skoða kynin saman komst ég að
þeirri niður stöðu að framan af tuttugustu öldinni hafi hvorki konur
né karlar verið miðlæg í sinni umfjöllun, á þeim tíma þegar „menn-
ing vitnisburðarins“ hafi ráðið ríkjum. Fólk vildi frekar lýsa „ytri“
aðstæðum í lífi sínu en að kafa í sálartetrið. Eftir 1980 hafi kynin tvö
stigið inn í sína eigin frásögn og gert eigið sjálf að meginumfjöllunar -
efni í þessum verkum. Þá var líka tími „menningar játninganna“
genginn í garð þegar fólk kepptist við að játa á sig allar syndir
heimsins opinberlega. Trúlega erum við ennþá í þeim sporum að
opinbera eigið sjálf á af dráttarlausan hátt eins og þessi grein gefur
til kynna!
Niðurstaðan var sú að kvennasagan sem akademískt fyrirbæri
væri öll, hún hefði í raun gengið sér til húðar á tíunda áratug tutt-
ugustu aldar og það hefðu margir vísindamenn sem lögðu stund á
fjölbreytt fræði í hug- og félagsvísindum skilið. Hún hefði hins
vegar áfram þjónað ákveðnu pólitísku hlutverki og gerir það trúlega
enn. Vegna þessara tengsla á milli stjórnmála og margra sagn fræð -
inga sátu þeir síðarnefndu eftir í startinu og héldu áfram að vinna
sín fræði eftir forskrift hennar. Með öðrum orðum þjónaði kvenna-
sagan engum tilgangi nema þá helst þeim að hampa afrekum fyrri
kynslóða fræðimanna og -kvenna sem vissulega ruddu mikilvæga
braut á Ís landi. Ég hef því aldrei almennilega skilið hvers vegna
framsæknar fræðikonur hafa haldið áfram að kenna sig við kvenna-
söguna þegar dagar hennar eru greinilega taldir.
sigurður gylfi magnússon168
45 Sigurður Gylfi Magnússon, „The Life of a Working-Class Woman: Selective
Modernization and Microhistory in Early 20th-Century Iceland,“ Scandinavian
Journal of History 36, nr. 2 (2011): 186–205; Sigurður Gylfi Magnússon, „Gender:
A Useful Category in Analysis of Ego-Documents? Memory, Historical Sources
and Microhistory,“ Scandinavian Journal of History 38, nr. 2 (2013): 202–222.
46 Sjá til dæmis rök Ragnhildar Richter í eftirfarandi verkum: Ragnhildur Richter,
„„Þetta sem ég kalla „mig“, það er ekki til.“ Um sjálfsævisögu Málfríðar Einars -
dóttur,“ Fléttur. Rit Rannsóknastofu í kvennafræðum 1, ritstj. Ragnhildur Richter
og Þórunn Sigurðardóttir (Reykjavík: Háskóla útgáf an, 1994), 115–133; Ragn -
hildur Richter, Lafað í röndinni á mannfélaginu. Um sjálfsævisögur kvenna (Reykja -
vík: Háskólaútgáfan, 1997).