Saga - 2021, Qupperneq 172
Hafdísi Erlu er náttúrlega í sjálfsvald sett hvernig hún vinnur sín
fræði en ég held að grein hennar verði örugglega nýtt, og það verð -
skuldað, sem ákveðinn útgangspunktur í umfjöllun um þróun
kynja sögunnar í framtíðinni. Mér finnst af þeim sökum mikilvægt
að stíga fram og skýra frá hvaða áhrif þessar fræðitilraunir allar hafa
haft á mín skrif og hugsun undanfarinn aldarfjórðung. Ég er líka
viss um að aðrir gætu rakið sína sögu með svipuðum (eða öðrum)
hætti. Það má benda á hlut Páls Björnssonar í þessu sambandi, Vals
Ingimundar sonar sem hefur beitt kynjagreiningu í umfjöllun sinni
um Balkan stríðið og víðar og fleiri sagnfræðinga sem hér verða ekki
nefndir á nafn og er heldur ekki getið að neinu marki í grein Haf -
dísar Erlu.51
Ég má einnig til með að benda á að á þessum árum varð til mikil -
vægur vettvangur fyrir framsækin vísindi hér landi sem afar þýð -
ingarmikið er að bera kennsl á. Til dæmis má nefna hið vaxandi
Sagn fræðingafélag Íslands sem bryddaði upp á mörgum nýjungum
sem styrktu samræðu meðal sagnfræðinga um nýjar leiðir í faginu.52
Í kringum aldamótin síðustu voru formenn félagsins þau Erla Hulda
Halldórsdóttir, Páll Björnsson, Guðni Th. Jóhannesson og ég sjálfur
sem öll vorum mjög áhugasöm um nýjar nálganir í sagnfræði, hvert
á sinn hátt. Svo má ekki gleyma stofnun ReykjavíkurAkademíunnar
sem varð suðupottur nýrra hugmynda.53 Í kringum aldamótin 2000
höfðu rétt um 80 vísindamenn í hug- og félagsvísindum hreiðrað
þar um sig, hópur sem var bæði virkur og ákafur í fræðilegri fram-
sigurður gylfi magnússon170
51 Mig langar til að benda á í þessu sambandi áhugaverðar greinar þeirra Vals og
Páls í stéttartali sagnfræðinga: Valur Ingimundarson, „Kalda stríðið. Tengsl
stjórnmála-, menningar- og félagssögu,“ Íslenskir sagnfræðingar. Síðara bindi.
Viðhorf og rannsóknir, ritstj. Loftur Guttormsson, Páll Björnsson, Sigrún Páls -
dóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Mál og mynd, 2002), 403–410;
Páll Björnsson, „Netalagnir og þverskurðargröftur. Um staðbundna kynja- og
hugtakasögu,“ Íslenskir sagnfræðingar. Síðara bindi. Viðhorf og rannsóknir, ritstj.
Loftur Guttormsson, Páll Björnsson, Sigrún Pálsdóttir og Sigurður Gylfi Magn -
ús son (Reykjavík: Mál og mynd, 2002), 451–458.
52 Bragi Þorgrímur Ólafsson, „Annáll Sagnfræðingafélags Íslands,“ Íslenskir sagn -
fræðingar. Fyrra bindi. Sagnfræðingatal og saga Sagnfræðingafélags Íslands, ritstj.
Ívar Gissurarson, Páll Björnsson, Sigurður Gylfi Magnússon og Steingrímur
Steinþórsson (Reykjavík: Mál og mynd, 2006), 345–421.
53 Árni Daníel Júlíusson, Fræðimenn í flæðarmáli. 10 ára afmælisrit Reykjavíkur
Akademíunnar, ritstj. Clarence E. Glad, Sigurður Gylfi Magnússon og Viðar
Hreinsson (Reykjavík: ReykjavíkurAkademían, 2009).