Saga - 2021, Blaðsíða 176
Meginefni doktorsritgerðar
Í inngangi er fjallað um rannsóknina í hnotskurn, rannsóknarspurningar eru
reifaðar og grein gerð fyrir stöðu þekkingar með því að kryfja niðurstöður
nýlegra sagnfræðirannsókna. Þá er fjallað um aðferðir, kenningar og lykil-
hugtök rannsóknarinnar, þ.e. lýðræði og lýðræðisþróun, þegnrétt, almenn -
ing og alþýðu, almannarými, svið og doxa. Þetta er meðal annars gert með
því að ræða um beitingu þessara hugtaka á lýðræðisþróun í nálægum lönd-
um. Í innganginum er einnig rætt um heimildir ritgerðarinnar og lagt gagn -
rýnið mat á einstaka heimildaflokka.
Í fyrsta meginkafla ritgerðarinnar er lýðræðisþróunin á Íslandi til
umfjöllunar og þar er gerð grein fyrir helstu pólitísku álitamálum og hug-
myndafræðilegum átökum sem áttu sér stað á áratugunum kringum 1900.
Fjallað er sérstaklega um þróun kosningaréttar í samhengi við lýðræðisþróun
og þar fær kosningaréttur kvenna allmikið rými. Auk þess er ítarlega gerð
grein fyrir virðingarstigum og aðgreiningu sem kváðu á um samfélagslega
stöðu einstaklinga og hópa. Áhrif embættismanna eru þar könnuð til hlítar
og fjallað ítarlega um stöðu presta innan sveitasamfélagsins og áhrif þeirra
á nærsamfélag sitt. Einnig er rætt um þann grundvöll sem kirkjusókn
myndaði fyrir félagsstarf á síðari hluta nítjándu aldar en hún var mikilvæg
fyrir lýðræðisþátttöku almennings eins og fjallað er um síðar í ritgerðinni.
Fjölmiðlar fá einnig allmikið rými í þessum kafla en þar er fjallað á yfirgrips-
mikinn hátt um helstu einkenni ólíkra blaðaflokka, allt frá landsmála blöð -
um til handskrifaðra sveitablaða, og breytingar á innihaldi og áherslum
þeirra eftir því sem leið á nítjándu öldina. Doktorsefni dregur sérstaklega
fram mikilvægi sveitablaða sem vettvangs fyrir almenning til að andæfa
valdhöfum, fræðast um málefni sem stóðu alþýðunni nærri, öðlast virðingu
í nærsamfélaginu eða einfaldlega að æfa sig fyrir þátttöku í lýðræðislegri
umræðu á víðari vettvangi, til dæmis í landsmálablöðunum.
Í öðrum meginkafla dregur höfundur fram þrjá ólíka þætti sem skýra
vöxt og áhrif félaga og félagshreyfinga og hlutverk þeirra í lýðræðisþróun
á Íslandi. Í fyrsta lagi er fjallað um tilkomu og vöxt félagshreyfinga hér á
landi á síðari hluta nítjándu aldar út frá kenningum Jürgens Habermas um
almannarýmið sem er félagslegt rými sem myndast milli almennings og
stjórnvalda þar sem fólk ræðir og beitir sér fyrir ákveðnum samfélagslegum
málefnum og gerist fulltrúar almannavilja í þeim efnum. Í öðru lagi eru
heimilin og heimilismenning tekin til skoðunar með sérstakri áherslu á hús-
lestra og lýsingu sem félagslegt taumhald og hluta af húsbóndavaldi sveita-
samfélagsins en það var á undanhaldi á síðasta fjórðungi nítjándu aldar,
meðal annars vegna breytinga á húsakynnum og tilkomu steinolíulampans.
Þá er einnig hugað að lestrarfélögum og aukinni lestrarkunnáttu sem lið í
aukinni félagslegri virkni almennings. Í þriðja lagi ræðir doktorsefni um
stjórnmál og stjórnmálaflokka sem hluta af aukinni lýðræðisvæðingu á
andmæli174