Saga


Saga - 2021, Side 183

Saga - 2021, Side 183
Tilheyra konur alþýðunni? Í framhaldinu er vert að beina athyglinni að hlutverki alþýðukvenna í rit- gerðinni en ég vil undirstrika að doktorsefnið ánafnar konum ansi ríkulegan sess í inngangi ritgerðarinnar enda kosningaréttur kvenna og vinnumanna, 40 ára og eldri, árið 1915 eitt af stærstu skrefunum í útvíkkun þegnréttar við upphaf tuttugustu aldar. Þar er reifuð staða kvenna á Íslandi við aldamótin 1900 á grundvelli nýlegra rannsókna auk þess sem Hrafnkell fjallar um kyn- bundna verkaskiptingu á íslenskum sveitaheimilum og yfirvofandi breyt- ingar á henni vegna áhrifa frá borgaralegum siðvenjum (41–43). Þau tilvik sem doktorsefnið gefur sérstakan gaum eru jafnframt fallin til að varpa ljósi á þátttöku kvenna í lýðræðisþróuninni á Austurlandi á rann- sóknartímanum. Í umfjöllun sinni um félagsstarf ræðir Hrafnkell þátt kvenna sem fundu sér helst lýðræðislegan vettvang innan kvenfélaganna. Hann víkur sérstaklega að starfi þriggja félaga sem unnu að framfara-, líknar- og heilbrigðismálum auk menningarstarfs hvert í sínu byggðarlagi. Þar bendir doktorsefnið á að við upphaf tuttugustu aldar var félögum sem unnu í þágu samfélagsins í auknum mæli stjórnað af fólki sem ekki naut fulls þegnréttar en hafði engu að síður öðlast næga virðingu samfélagsins til að forystuhlutverk þeirra væri viðurkennt (207–210). Í síðasta kafla ritgerðar- innar beinir doktorsefnið sjónum sínum að samfélagslegri þátttöku og áhrif- um einstaklinga eða lítilla hópa. Þar er fjallað um einn karl, eina konu og blandaðan hóp systkina sem eru fulltrúar kynslóðarinnar sem fæðist um miðja nítjándu öld og er því fullorðið fólk stærstan hluta þess tímabils sem ritgerðin fjallar um. Eins og Hrafnkell ritar þá eru þetta „börn venjulegs íslensks sveitafólks og ólust upp í sveitasamfélaginu“ (225). Aðalpersóna fyrstu tilviksrannsóknarinnar, Arnbjörg Stefánsdóttir, félagsmála- og viðskiptafrömuður í Loðmundarfirði og síðar Seyðisfirði, er samkvæmt Hrafnkatli einstök kona í sínu nærsamfélagi. Í fyrri hluta kaflans fjallar hann um þátt hennar í stofnun og starfi Framfarafélags Loðmundar - fjarðar og þau skref sem hún steig inn í almannarýmið, til dæmis með greinaskrifum í austurlensku landsmálablöðin um kvennaskóla og kvenna- menntun á Austurlandi. Hrafnkell greinir á áhugaverðan hátt frá trú hennar á framfarir en hún taldi félagasamtök drifkraft þeirra jafnvel þótt hún væri einnig mótuð af hugarfari dyggðasamfélags nítjándu aldar (226–227). Í síðari hluta kaflans færist áherslan yfir á lífshlaup hennar en þar er henni lýst sem einstakri manneskju sem átti engan sinn líkan. Þó hafa nýlegar rannsóknir sýnt að það var rými um og eftir aldamótin 1900 fyrir konur að stunda sjálfstæðan atvinnurekstur. Sigríður Matthíasdóttir hefur einmitt fjallað sérstaklega um Pálínu Waage á Seyðisfirði sem var þverþjóðlegur bær eins og Hrafnkell bendir réttilega á í ritgerðinni. Það er einmitt á slíkum stöðum sem rými myndast fyrir konur að láta til sín taka, til dæmis í verslun og opinberu lífi. andmæli 181
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.