Saga - 2021, Side 186
doktorsefnið hefði gert betur grein fyrir því við hvaða þegnréttarhugmyndir
hann studdist við mótun á þeirri skilgreiningu sem ritgerðin hvílir á. Var
litið til þegnréttar þverþjóðleika eða hnattræns þegnréttar? Einnig má gera
því skóna að betri þekking á femínískum þegnrétti hefði bætt að einhverju
leyti upp fyrir skort á kynjuðu sjónarhorni ritgerðarinnar.
Í framhaldinu er vert að skoða nánar afmörkun rannsóknartímabilsins
1874–1915. Doktorsefnið virðist hér einblína á landssögulega eða fjarsögu-
lega þætti sem er umhugsunarvert í ljósi þess að rannsóknarlega séð er rit-
gerðin fyrst og fremst grasrótarsaga, nærsaga eða einsaga. Um opnunarárið
segir doktorsefni á einum stað: „Um miðjan áttunda áratug 19. aldar hófst
vaxtarskeið í félaga- og útgáfustarfi á Íslandi sem virðist helst mega tengja
við tilkomu stjórnarskrárinnar árið 1874 og hátíðahöldin í tilefni 1000 ára
afmælis Íslandsbyggðar sama ár“ (12). Þetta er áhugaverð tilgáta sem
doktors efni hefði mátt rökstyðja betur. Rökstuðningur fylgir reyndar nokkru
síðar þar sem vísað er í þrjár samtímaheimildir. Fleiri „skýringar“ á þessu
vali á byrjunarreit eru nefndar, til að mynda að árið 1872 hafi verið kosið til
hreppsnefnda í fyrsta sinn (án þess þó að geta þess að einungis karlar hafi
haft kosningarétt). Þess er einnig getið að um miðbik áttunda áratugarins
hafi millilandasamgöngur eflst og blómaskeið vesturferða hafist (15). Í ljósi
alls þessa er valið á upphafsárinu 1874 því umdeilanlegt.
Einnig má velta því fyrir sér hvort árið 1915 sé heppilegur endapunktur.
Hrafnkell segist í inngangi ritgerðarinnar hafa valið þetta lokaár vegna þess
að það markaði þáttaskil í íslenskri lýðræðisþróun. Það ár verði baráttumál
áratuganna á undan að veruleika með útvíkkun kosningaréttar til kvenna
og vinnumanna, 40 ára og eldri. Þar kemur einnig fram að líklega sé 1915
síðasta árið sem „óformlegar stjórnmálahreyfingar“ hafi verið ráðandi í
íslenskum stjórnmálum (15).
Varðandi meint þáttaskil í lýðræðisþróuninni þá mætti skoða nánar þá
hugmynd að lagalegar úrbætur reki endapunkt eða þáttaskil á baráttu jaðar-
settra hópa. Pierre Bourdieu, höfundar eins lykilhugtaks ritgerðarinnar,
doxa, bendir í riti sínu um aðgreininguna, Distinction, að vald og stéttarstaða
er venslatengd (e. relational). Hinar ráðandi stéttir reyna í sífellu að aðgreina
sig frá lægri stéttum og beita til þess ólíkum aðferðum sem breytast í takt
við aðstæður.6 Að láta staðar numið við árið 1915 lætur því fjölmörgum
spurningum um lýðræðisþróun á Austurlandi ósvarað eins og: Hvernig
birtast áhrif hinna lagalegu borgaralegu réttinda í lýðræðisþróun á Austur -
landi? Ekki aðeins hvað varðar gerendahæfni alþýðunnar þegar kom að því
andmæli184
ship,“ í Handbook of citizenship studies, ritstj. Engin F. Isin og Bryan S. Turner
(London: Sage, 2002), 245–258; Nigel Dower og John Williams, Global Citizenship.
A Critical Introduction (New york: Routledge, 2002).
6 Pierre Bourdieu, Distinction. A Social Critique of the Judgement of Taste (London &
New york: Routledge, 2010), 49–55.