Saga - 2021, Page 189
þorsteinn helgason
Tyrkjaránsrit í heimsfaraldri
Torbjørn Ødegaard, DE FANGENE I TyRKIET VEDKOMMENDE.
KILDER TIL LØSKJØP AV NORSKE, DANSKE OG ISLANDSKE SLA-
VER FRA ALGIER 1635‒1636. EN KOMMENTERT KILDEPUBLIKA-
SJON. Kystforlaget. Fredrikstad 2020. 117 bls. Myndir, kort. Útdráttur
á ensku.
Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols, NORTHERN CAPTIVES. THE
STORy OF THE BARBARy CORSAIR RAID ON GRINDAVÍK IN 1627.
Saga Akademía. Keflavík 2020. 273 bls. Myndir, kort, mannanafnaskrár.
REISUBÓK SÉRA ÓLAFS EGILSSONAR OG AÐRIR TEXTAR UM
TyRKJARÁNIÐ 1627. Már Jónsson og Kári Bjarnason bjuggu til prent-
unar. Sæmundur. Selfossi 2020. 377 bls. Myndir, kort, ritsýni.
Af Tyrkjaráninu spretta enn bækur og textar og verður ekkert lát á.
Á þessum COVID-tímum hafa þrjár bækur litið dagsins ljós, ein á
ensku um ránið í Grindavík, önnur sem hefur ferðabók Ólafs
Egilssonar að kjarna og sú þriðja er gefin út í Noregi og inniheldur
frumskjöl sem varða fangavist Norðmanna, Dana og Íslendinga í
Algeirsborg og útkaupaferð til lausnar þeim eftir 1630. Þessar bækur
virðast ætlaðar mismunandi hópum og hafa orðið til af mismunandi
hvöt um. Grindavíkurbókin er líklega ætluð fróðleiksfúsum erlend -
um ferðamönnum og er styrkt af Grindavíkurbæ og gefin út í sam-
vinnu við Minja- og sögufélag Grindavíkur. Hvatinn að nýrri útgáfu
á Reisubók Ólafs Egilssonar kemur frá Vestmannaeyjum og er útgáf-
an styrkt af Sögusetrinu 1627 sem á heimavist í Eyjum. Norska
heim ildaútgáfan, De Fangene i Tyrkiet vedkommende, er angi af ára-
löngu rannsóknarstarfi Torbjørns Ødegaard á norrænum föngum í
Norður-Afríku á árnýöld.
Fengur er að þessum þremur útgáfum eins ólíkar og þær eru að
vinnubrögðum, tilgangi og nýmæli. Þessi einstaki atburður í Íslands -
sögunni og heimssögunni heldur áfram að vekja forvitni og nýjar
spurningar og tjáningarform svaranna eru áfram ólík: hefðbundin
Saga LIX:2 (2021), bls. 187–198.
Í TA R D Ó M U R
Þorsteinn Helgason, thelga@hi.is