Saga - 2021, Side 208
samlaganna, einkum Mjólkurbús Flóamanna, enda er hún mjög samþætt
sögu KÁ og fær þá keppinautur þess, Mjólkurbú Ölfusinga, að fljóta með.
Á undan fer kafli um Flóaáveituna og undanfara hennar enda var hún sögu-
leg stórframkvæmd, skipulögð sem samvinnufélag og Mjólkurbú Flóa manna
beinlínis af henni sprottið.
Að öðru leyti velur Guðjón að færa sig yfir í hreina kaupfélagasögu.
Sláturfélagi Suðurlands bregður fyrir í sögu margra kaupfélaganna, starfs -
stöðvar þess á Suðurlandi eru flestar nefndar (þar á meðal sjálfar höfuð -
stöðvarnar eftir að þær fluttust í héraðið), ekki þó allar og ekki sagt frá félag-
inu sem heild. Þá er ekki heldur við því að búast að Guðjón fjalli um þátt -
töku Sunnlendinga í Sölufélagi garðyrkjumanna eða hliðstæðum félagsskap
sem ekki var bundinn við landshlutann. Hann gerir ekki heldur að söguefni
skammlíf samvinnufélög um kornrækt (undir Eyjafjöllum) og loðdýrabú-
skap (í Hrunamannahreppi) né heldur byggingarsamvinnufélög (í Vest manna -
eyjum og á Eyrarbakka). Samvinnuútgerð kemur við sögu í Þorlákshöfn (III,
79–80) af því að KÁ var þar driffjöður útgerðar og lét meðal annars smíða
bát sem síðan var gerður út af samvinnuútgerð í Þykkvabæ en það út -
gerðar form vonaðist Egill kaupfélagsstjóri til að yrði ríkjandi í plássinu. Hitt
er utan við söguefnið þó að samvinnuútgerð á Stokkseyri hafi um skeið átt
meirihlutann af vélbátaflota þorpsins. Jafnvel pöntunarfélagsskapur á Eyrar -
bakka og Stokkseyri, sem þó mætti flokka undir kaupfélagasögu, fær ekki
sjálfstæða umfjöllun. Pöntun á Eyrarbakka er aðeins nefnd vegna innan-
félagsdeilna í KÁ (III, 104–107). Og Pöntunarfélag verkamanna á Stokkseyri
kemur fyrst við sögu þegar það opnar sölubúð 1955 (III, 207–208) þó það
hafi raunar verið stofnað fyrir stríð og þá átt undanfara í pöntunarstarfi verka -
lýðsfélagsins.
Þó ég hafi hér bent á viss álitamál þá eru þau léttvæg. Hvort sem ég vel
mér sjónarhól sagnfræðingsins, Sunnlendingsins eða samvinnumannsins þá
hlýt ég að taka með þökkum þessu vandaða verki Guðjóns Friðrikssonar.
Helgi Skúli Kjartansson
Hjörleifur Stefánsson, HVÍLÍKT TORF – TÓM STEyPA. ÚR TORFHÚS-
UM Í STEyPUHÚS. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 26. Ritstj.
Davíð Ólafsson, Már Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon. Miðstöð
einsögurannsókna og Háskólaútgáfan, Reykjavík 2020. Tilvísanir, heim-
ildaskrá, myndaskrá, viðaukar.
Í bók sinni fjallar Hjörleifur Stefánsson um opinbera umræðu um húsakost
Íslendinga þegar steypuöldin var um það bil að hefjast en kjarni bókarinnar
hverfist um viðamikla byggingarrannsókn sem Búnaðarfélag Íslands hugð ist
ritdómar206