Saga - 2021, Page 214
Sigurður E. Guðmundsson, ÖRyGGI ÞJÓÐAR FRÁ VÖGGU TIL
GRAFAR. ÞÆTTIR ÚR SÖGU VELFERÐAR 1887–1947. Hið íslenska
bókmenntafélag. Reykjavík 2020. 495 bls. Myndir, nafnaskrá.
Öryggi þjóðar frá vöggu til grafar eftir Sigurð E. Guðmundsson er metnaðar-
fullt verk sem rekur sögu íslenska velferðarkerfisins á mótunartíma þess á
árunum 1887 til 1947. Efnistökin eru víð þar sem höfundur fjallar um vöku-
lögin, rekur þróun almannatrygginga, sjúkratrygginga, húsnæðisstefnu og
kemur inn á menntastefnu. Þá rekur hann atburði, tillögur, frumvörp og lög-
gjöf af mikilli nákvæmni og greinir oft frá lykilþáttum þeirrar umræðu sem
átti sér stað í tengslum við þau. Bókin er þannig ómetanleg heimild fyrir
áhugafólk um stjórnmál, velferðarmál og þjóðfélagsbreytingar svo dæmi
séu talin.
Höfundur hefur verkið með því að staðsetja söguna sem hann segir í
samhengi þróunar velferðarmála í Norðurálfu á nítjándu öld. Næsti hluti
verksins er tvíþættur, fyrst er fjallað um lögin um ellistyrk frá 1909 og
aðdraganda þeirra. Því næst gerir hann lögum um lífsábyrgð sjómanna á
þilskipum frá 1903 skil áður en hann lýkur öðrum hluta bókarinnar með
stuttlegri umfjöllun um tillögugerð um slysa- og ellitryggingar árið 2021.
Í þriðja hluta verksins gerir hann grein fyrir ýmsum sjónarmiðum sem
komu fram við og eftir aldamótin 1900. Í þessum hluta eru rakin ýmis
áhrifa mikil innlegg í þjóðmálaumræðuna sem er áhugavert í sjálfu sér en í
framvindu bókarinnar virkar þetta eins og útúrdúr enda hefði verið hægt
að flétta efni hlutans inn í aðra hluta hennar.
Fjórði hlutinn fjallar svo um Slysatryggingar ríkisins fyrir iðnaðarmenn,
sjómenn, verkakonur og verkamenn sem var komið á laggirnar árið 1925.
Fimmti og sjötti hluti bókarinnar eru svo hryggstykkið í verkinu og fjalla
um tilurð alþýðutrygginga sem var komið á fót árið 1936. Umfjöllunin er
mjög ítarleg og kemur í rökréttu framhaldi af fjórða hluta. Í sjöunda hluta
er fjallað um framfærslulögin frá 1936 og í þeim áttunda er greint frá tilurð
almannatrygginga sem voru settar á laggirnar 1947.
Restin af bókinni er fremur brotakennd. Í níunda hluta er almenn
umfjöllun um fræðslulöggjöf og húsnæðismál. Því næst er fjallað um erlend
áhrif við setningu tryggingarlaga. Í tíunda hlutanum er svo fjallað ítarlega
um vökulögin. Þá tekur við ítarleg umfjöllun um stefnumörkun í húsnæðis-
málum á tímabilinu 1928 til 1946.
Þegar ég hóf lesturinn átti ég frekar von á því að helsti ljóður verksins
yrði að það yrði fullmikið af gildishlöðnum yfirlýsingum og túlkunum sem
ef til vill skekktust af sannfæringu höfundarins en Sigurður E. Guðmunds -
son var eins og þekkt er í fremstu röð íslenskra jafnaðarmanna stóran hluta
ævi sinnar. Sigurður gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokk -
inn, var meðal annars formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík,
ritdómar212