Saga - 2021, Page 222
Davíð Logi Sigurðsson, ÞEGAR HEIMURINN LOKAÐIST. PETSAMO-
FERÐ ÍSLENDINGA 1940. Sögur. Reykjavík 2020. 319 bls. Myndir, til-
vísanir, myndaskrá, skrá yfir Petsamo-farana.
Eitt af stærri verkefnum íslensku utanríkisþjónustunnar á fyrstu árum heims-
styrjaldarinnar síðari var að koma þeim Íslendingum sem orðið höfðu inn-
lyksa á Norðurlöndunum, þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku og Noreg,
heim til sín. Lausnin á því verkefni var Petsamo-för Esjunnar haustið 1940
og flutningur 258 Íslendinga víðs vegar að á Norðurlöndum norður eftir
allri Svíþjóð og til finnsku hafnarborgarinnar Petsamo sem er við Norður-
Íshafið og tilheyrir núna Rússlandi. Þetta var í raun mikið afrek, ekki síst
þegar það er haft í huga hversu fáliðuð íslenska utanríkisþjónustan var á
þessum tíma. Segja má að verkefnið hafi hvílt á um tíu manns, einkum
starfsmönnum sendiráðs Íslands í Danmörku og erindreka Íslands í Svíþjóð.
Hér heima mæddi mest á Sveini Björnssyni sendiherra og í Englandi vann
fulltrúi Íslands, Pétur Benediktsson, að því að liðka fyrir málum. Öllu þessu
hefur Davíð Logi Sigurðsson nú gert skil í veglegri bók sem fengið hefur
heitið Þegar heimurinn lokaðist.
Bókinni er skipt í tvo hluta. Sá fyrri og viðameiri ber heitið Hernám
Danmerkur og fjallar um undirbúning ferðarinnar auk þess sem sagt er frá
og gerð grein fyrir ýmsum þeim Íslendingum sem við sögu koma. Seinni
hlutinn heitir svo Um Bjarmaland og heim. Þar er sagt frá ferðalaginu sjálfu
frá því að Kaupmannahafnarhópurinn lagði af stað á Eyrarsundsferjunni
yfir til Svíþjóðar og þar til ferðalangarnir gengu í land í Reykjavík. Fremst í
bókinni er svo eins konar forspil þar sem sagt er frá komu Esjunnar til
Reykjavíkur að ævintýrinu loknu.
Fyrri hlutinn byrjar á frásögn af hernámi Danmerkur og upplifun nokk-
urra þeirra Íslendinga sem þar dvöldust um þær mundir af því. Þar er
meðal annars sagt frá því þegar þrjár íslenskar stúlkur komust í hann krapp-
an við konungshöllina þegar lífverðir Kristjáns konungs X. og þýska innrásar -
liðið tókust á með tilheyrandi vopnagný. Eins og gefur að skilja fer drjúgur
hluti fyrri partsins í að lýsa tilraunum íslenskra stjórnvalda til að ná stranda -
glóp unum heim. Það flækti málin að Gullfoss, flaggskip Eimskipafélagsins,
hafði komið til Kaupmannahafnar skömmu áður en Þjóðverjar hernámu
landið og kyrrsettu Þjóðverjar það. Talsverður tími og erfiði fór í að reyna
að fá skipið laust og var hugmyndin að flytja Íslendingana heim á því.
Einnig var í skipinu farmur af hitaveiturörum sem átti að nota í hitaveituna
í Reykjavík.
Það sem varð þess valdandi að reynt var til þrautar að nota Gullfoss var
að Þjóðverjar gáfu ekki endanlegt afsvar við beiðni stjórnarinnar en einnig
það að Íslendingar áttu sér hauk í horni í Kaupmannahöfn en það var Cécil
von Renthe-Fink, sendiherra Þýskalands í Kaupmannahöfn og de facto
ritdómar220