Saga - 2021, Blaðsíða 225
Bart Holterman, THE FISH LANDS. GERMAN TRADE WITH ICE -
LAND, SHETLAND AND THE FAROE ISLANDS IN THE LATE 15TH
AND 16TH CENTURy. Walter de Gruyter GmbH. Berlín/Boston 2020.
512 bls. Myndir, töflur, línurit og kort.
Fiskilöndin (eða Fisklöndin) myndi þessi bók trúlega nefnast ef þýdd væri á
íslensku. Titill hennar er lýsandi fyrir innihaldið og viðfangsefni höfundar.
Hann er þýskur fræðimaður og bókin að stofni til doktorsritgerð sem varin
var við Hamborgarháskóla árið 2019.
Eins og byrjar í góðu fræðiriti gerir höfundur í upphafi glögga grein
fyrir efnistökum sínum, heimildum og aðferðum við að nálgast viðfangs-
efnið, frá hvaða sjónarhornum hann hafi í hyggju að ræða ýmsa efnisþætti.
Sú lýsing er öll greinargóð og af umfjölluninni um heimildir og heimilda-
notkun er ljóst að Bart Holterman hefur víða leitað fanga. Flestar megin-
heimildir hans eru af eðlilegum ástæðum þýskar en af heimildaskrá í bókar -
lok og ýmsum tilvísunum og köflum í meginmáli er sýnt að hann hefur
einnig kynnt sér og stuðst við ýmsar íslenskar heimildir. Færeyskar og hjalt-
lenskar heimildir hans eru mun færri enda lætur hann þess getið að þar sé
hvergi nærri um jafn auðugan garð að gresja. Á það þó einkum við um
Hjalt land.
Notkun Holtermans á íslenskum heimildum er almennt traust en val
hans á íslenskum heimildaritum virðist mér nokkuð tilviljanakennt. Hann
hefur annaðhvort ekki þekkt eða sniðgengið af ásettu ráði ýmis nýleg
íslensk rit sem þó hefðu getað komið honum að góðu gagni. Hann hefur til
að mynda ekki nýtt sér stórvirki dr. Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenzkir sjávar-
hættir I–V. Í þessu viðfangi ber þó að taka skýrt fram að Bart Holterman var
ekki að skrifa íslenska, færeyska eða hjaltlenska fiskveiði- eða sjávarútvegs-
sögu. Notkun á ýmsum nýlegum ritum um þau viðfangsefni hefði hins
vegar getað gert gott verk hans enn betra.
Eins og undirtitill bókarinnar gefur til kynna er verslun þýskra kaup-
manna við eylendurnar þrjár í Norður-Atlantshafi, Hjaltlandseyjar, Færeyjar
og Ísland, á fimmtándu og sextándu öld meginviðfangsefni höfundarins.
Eins og til hliðsjónar og samanburðar lítur hann einnig til annarra átta þegar
við á og þá einkum til Noregs og athafna þýskra kaupmanna í Björgvin á
miðöldum og stöku sinnum einnig til fiskveiða og fiskverslunar Englend -
inga á Íslandi á fimmtándu og sextándu öld. Megináherslan er þó ávallt á
eylendurnar þrjár og það skýrir titil bókarinnar. Í hugum þýskra miðalda-
kaupmanna voru Ísland, Færeyjar og Hjaltland öðru fremur fiskilönd, löndin
þar sem þeir keyptu fisk – skreið – af heimamönnum og greiddu tíðast með
margs konar varningi sem eyjaskeggja vanhagaði um.
Viðskiptin við fiskilöndin í norðurhöfum voru drjúgmikill þáttur í utan-
ríkisviðskiptum þýskra kaupmanna á hámiðöldum. Þar fóru Hansakaup -
ritdómar 223