Saga - 2021, Page 226
menn og Hansaborgir fremstar í flokki en eins og Bart Holterman bendir á
voru ekki allir þýskir kaupmenn, sem héldu norður í höf til fiskkaupa á
miðöldum, Hansamenn. Sumir voru einfaldlega á eigin vegum og eigin
skipum og komu frá borgum og bæjum sem ekki töldust Hansaborgir. Þá
ber einnig að hafa í huga að þótt fiskverslunin væri hryggjarstykkið í
viðskiptum Þjóðverja norður í höfum sóttust þeir einnig eftir annars konar
varningi sem heimamenn höfðu á boðstólum. Hér á landi munaði þá til að
mynda mjög í brennistein og góða veiðifálka og alltaf keyptu þeir eitthvað
af landbúnaðarafurðum hér á landi og í Færeyjum, ekki síst sauðfjár afurð -
um.
Viðskipti þýsku kaupmannanna hér í norðurhöfum voru hluti af þraut-
skipulögðu viðskipta- og samskiptaneti, ekki síst þegar Hansamenn áttu í
hlut. Þá unnu Þjóðverjarnir tíðum náið saman en oft ríkti þó einnig sam-
keppni á milli þeirra og þar að auki háðu þeir samkeppni við kaupmenn af
öðru þjóðerni, einkum Englendinga. Þá var oft grunnt á því góða og stund-
um kom til vopnaviðskipta. Bart Holterman gerir glögga grein fyrir þessum
þáttum sem og fyrir samskiptum þýsku kaupmannanna við dönsk og norsk
stjórnvöld. Hann lýsir einnig á fróðlegan hátt uppbyggingu og fyrirkomu -
lagi þýska viðskiptaveldisins sem oftast er kennt við Hansasambandið og
teygði anga sína um alla Norður-Evrópu, austur til Rússlands, vestur til
Bretlandseyja og í raun um allt norðanvert Norður-Atlantshaf. Er sá þáttur
bókarinnar að minni hyggju einkar fróðlegur fyrir íslenska lesendur. Á þess-
um tíma, á hámiðöldum og allt þar til Kristján konungur IV. einokaði
Íslands verslunina á öndverðri sautjándu öld var Ísland hluti af fjölþjóðlegu
viðskiptasvæði og Íslendingar nutu að flestu leyti betri viðskiptakjara en
þeir gerðu löngum síðar.
Á fimmtándu og sextándu öld sigldu þýskir kaupmenn á fjölmargar
hafnir í fiskilöndunum þremur. Á Hjaltlandi versluðu þeir á 11 „aðalhöfn-
um“ auk margra annarra hafna sem vitað er að þeir komu á en munu þó
hafa gegnt veigaminna hlutverki. Í Færeyjum var hins vegar aðeins ein
„aðalhöfn“, í Þórshöfn, og fimm minni hafnir. Holterman gerir grein fyrir
þessum höfnum og verslunarstöðum eftir því sem heimildir leyfa. Hann
lýsir athöfnum þýsku kaupmannanna og segir frá kofum, skýlum og öðrum
mannvirkjum sem þeir reistu. Í þessum efnum eru heimildir þó af skornum
skammti og þær sem varðveist hafa eru tíðum ærið brotakenndar. Á það
jafnt við um verslunarhafnir Þjóðverja í öllum fiskilöndunum þremur.
Hér á landi voru verslunarhafnir og -staðir Þjóðverja að vonum miklum
mun fleiri en í Færeyjum og á Hjaltlandi. Holterman lætur sig þó ekki muna
um að greina frá öllum þeim verslunarstöðum landa sinna á Íslandi sem
hann hefur fundið heimildir um, þýskar og íslenskar, auk nokkurra danskra
og fáeinna ættaðra úr öðrum löndum. Til þess að koma þessu mikla efni til
skila hefur hann þann háttinn á að hann fer hringinn í kringum landið,
byrjar í Vestmannaeyjum og heldur síðan áfram vestur og norður um og
ritdómar224