Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 2
Þeyar ég gekk til spurninga, spuröi
séra Bjarni okkur börnin um þaö,
hvort við teldum að Lúther mundi
hafa nefnt góö blöö með öörum nauö-
synjum, sem menn biöja góðan Guö
aö gefa sér, er þeir biöja um daglegt
brauö.
Viö svöruöum þeirri spurningu
neitandi, en séra Bjarni, sem auövit-
aö œtti aö titla vígslubiskup og margt fleira, ef hann væri ekki öllum
kunnur og kær, sem séra Bjarni, taldi víst, aö Lúther heföi taliö góö
blöö meö daglegum nauösynjum, ef prentlistin hefði veriö komin lengra
áleiðis, en hún var á hans dögum.
Oft hefi ég siöan hugsaö til þessara oröa Jiins vitra manns. Blööin
gefa okkur þunna sneiö af nútímanum. Bækur af liðinnii tíö, en tíma-
ritin gefa oklcur hvorutveggja.
En allt prentað mál mótar skoðanir okkdr, svo aö margir hræöast
vald þess og þeirra, sem ráða yfir blööum og prentsmiöjum.
SíÖan ég man eftir mér hefi ég aldrei liaft nógan tíma til aö lesa
þaö, sem ég vildi. Er ég hefi lesiö VRVAL, liefi ég álltaf glaðzt yfir
því, hvaö ég fékk mikla fræöslu á skömmum tíma, og þýddar greinar
komu úr tímaritum, sem ég heföi naumast séö, ef ritstjórn X'JRVALS
heföi ekki valið greinarnar handa mér. Og váliö svo vel, að er ég varö
andváka fyrir skömmu, greip ég Úrval, en reyndist þá hafa lesiö állar
greinarnar.
Eg er því einn af stöðugum lesendum Úrváls, og óska því góös gengis.
Helgi P. Briem, ambassador.
GÓÐ BLÖÐ MEÐ
DAGLEGUM
NAUÐSYNJUM
Úrval
Útgefandi: Hilmir h.f. — Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Auglýs-
ingastjóri: Jón B. Gunnlaugsson. — Dreifingarstj.: Óskar Karlsson. —
Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. — Aðsetur: Laugavegi 178, pósthólf 57,
Reykjavík, sími 35320. — Útgáfuráð: Hilmar A. Kristjánsson, Gísli Sigurðsson, Sigvaldi
Hjálmarsson og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. — Ráðunautar: Franska: Haraldur ólafs-
son, italska: Jón Sigurbjörnsson, þýzka: Loftur Guðmundsson. — Verð árgangs (tólf
hefti): Kr. 250.00, i lausasölu kr. 25.00 heftið. — Afgreiðsla: Blaðadreifing, Laugavegi
133, sími 36720. — Prentun: Hilmir h.f. — Myndamót: Rafgraf h.f.